Skráning sýna; hvert sendir þú sýnin?
Áður en þú sendir sýnin, er mikilvægt að þú skráir þau
- á útprentaða listanum sem fylgdi hylkjunum (ef þarf, er hægt að prenta út nýjan í Fjárvís undir „DNA sýnaleit“ – „Sækja sýnablöð“) og
- auk þess í Fjárvís, efst undir „Skráning“ -> „Forskrá DNA-sýnanúmer“
þ.e. þú „tengir“ sýnanúmerið (strikamerkisnúmerið) og viðkomandi gripinn. Þú tekur síðan mynd af skráningarblaðinu/blöðunum (sem „öryggisafrit“) og lætur blaðið/blöðin svo fylgja sýnunum. (Þú getur líka skráð sýnin í Fjárvís á meðan þau eru á póstleiðinni – en ekki gleyma því, annars er ekki hægt að lesa inn niðurstöðurnar!)
Ef um eldri hylki er að ræða sem eru annaðhvort ekki með strikamerki eða voru afhent áður en þetta skráningarkerfið var tekið í notkun, fylgirðu þessum leiðbeiningum (smella) hjá RML.
Hvert og eitt hylki er strax við pöntun skráð á þann bónda sem pantaði það. Ef Jón bóndi t.d. lætur þetta hylki t.d. til Rúnars nágranna, þarf Jón samt að borga fyrir arfgerðargreiningu þess hylkis þótt Rúnar hafi notað hylkið til að taka sýni úr grip í sinni hjörð. Til að færa hylkið yfir frá Jóni til Rúnars, þarf annar þeirra að senda tölvupóst á netfangið dna [hja] rml.is og útskýra málið.
Hvert sendirðu sýnin?
Tekið er við sýnum (hylkjum) á tveimur starfsstöðum RML, annaðhvort með pósti eða þú ferð með sýnin sjálf/ur (sem er öruggasta leiðin).
Ath.: Þú mátt skipta sýnunum upp – senda t.d. einhvern hluta um miðjan maí, svo næsta pakkann um miðjan júní og restina eftir réttir. Það er meira að segja betra til að dreifa álaginu hjá greiningaraðilanum betur – og þú færð mikilvægustu niðurstöðurnar fyrr.
- Bændur á Norður- og Vesturlandi senda á:
RML
Hvanneyrargötu 3
311 Borgarnes - Bændur á Suður- og Austurlandi senda á:
RML
Höfðabakka 9, 4.hæð
110 Reykjavík
Þú sendir sýnin með pósti eða – öruggasta leiðin – kemur þeim sjálf/ur á staðinn. Til að kanna opnunartímann í hvert skiptið, er best að hringja í 516 5000 – sérstaklega ef þú vilt koma við í maí, júlí eða ágúst.
Ef þú hefur gleymt að forskrá DNA sýni í Fjárvísáður en þú settir þau í póst og átt ekki til mynd af skráningarblaðinu, hringdu í Oddnýju hjá RML á Hvanneyri, 516 5037, eða í Sigurð hjá RML í Reykjavík, 516 5043/896 9926 (eftir því hvert þú sendir sýnin), og útskýrir vandamálið. Kannski geta þau sent þér mynd af blöðunum.
Það má geyma sýnin við stofuhita, bara forðast mikinn hita (beint sólskín, ofn o.s.frv.).
Agrobiogen, en ekki RML/Íslensk erfðagreining?
Ef þú ætlar ekki að láta greina sýnin hjá Íslenskri erfðagreiningu (í gegnum RML eins og lýst fyrir ofan), heldur hjá Agrobiogen, skráir þú sýnin eins og vanalega, en sendir um leið tölvupóst á gudrunhildur [hjá] rml.is með myndina af skráningarlistanum sem viðhengi og nefnir að þessi sýni hafi farið á Agrobiogen til greiningar. Þá getur hún lesið niðurstöðurnar inn í Fjárvís þegar þær berast.