Hvert sendir þú sýnin?
Tekið er við sýnum (hylkjum) á tveimur starfsstöðum RML, annaðhvort með pósti eða þú ferð með sýnin sjálf/ur (sem er öruggasta leiðin).
Ath.: Þú mátt skipta sýnunum upp – senda t.d. einhvern hluta um miðjan maí, svo næsta pakkann um miðjan júní og restina eftir réttir. Það er meira að segja betra til að dreifa álaginu hjá greiningaraðilanum betur – og þú færð mikilvægustu niðurstöðurnar fyrr.
- Bændur á Norður- og Vesturlandi senda á:
RML
Hvanneyrargötu 3
311 Borgarnes - Bændur á Suður- og Austurlandi senda á:
RML
Höfðabakka 9, 4.hæð
110 Reykjavík
Þú sendir sýnin með pósti eða – öruggasta leiðin – kemur þeim sjálf/ur á staðinn. Til að kanna opnunartímann í hvert skiptið, er best að hringja í 516 5000 – sérstaklega ef þú vilt koma við í maí, júlí eða ágúst.
Skráningarblaðið („Sýnablað“) á að fylgja sýnunum til öryggis. Best að þú takir mynd af blöðunum áður en þú sendir. Ef þú hefur gleymt að forskrá DNA sýni í Fjárvís áður en þú settir þau í póst, hringdu í Oddnýju hjá RML á Hvanneyri, 516 5037, eða í Sigurð hjá RML í Reykjavík, 516 5043/896 9926 (eftir því hvert þú sendir sýnin), og útskýrir vandamálið. Kannski geta þau sent þér mynd af blöðunum.
Það má geyma sýnin við stofuhita, bara forðast mikinn hita (beint sólskín, ofn o.s.frv.).