Arfgerðargreiningar: hvað, hvar, hvernig?
Hver og ein kind er með svo kallaða arfgerð varðandi næmi fyrir riðusmiti. Til að vita hver hún er, þarf að taka pínulítinn vefjabút úr eyranu hennar – þá er hægt að einangra DNAið (erfðaefnið) úr bútnum sem er skoðað með áveðinni aðferð og útkoman er „arfgerð“ kindarinnar, t.d. ARQ/ARQ eða T137/AHQ. Það er líka hægt að nota t.d. blóð til þess eða stroksýni úr nös, en tæknilega einföldust er aðferðin með eyrnasýnin sem eru tekin með töng og detta inn í sérstakt sýnatökuhylki.
Sýnatökuhylkin má geyma við stofuhita í marga mánuði – bara forðast mikinn hita (beint sólskín, ofna o.s.frv.).
RML hefur tekið að sér að skipuleggja alla arfgerðargreiningu, þannig að bændur þurfa ekki að skipta við greiningarfyrirtækið sjálfir. Þar með næst líka miklu betra verð.
Þú finnur nákvæmar upplýsingar um alls konar spurningar hér fyrir neðan – smelltu á viðkomandi línu, þá opnast ný síða:
Hvernig pantar þú sýnatökutöng, sýnatökuhylki og arfgerðargreiningu?
Hvernig tekur þú þessi sýni (myndband – lestu einnig lýsinguna fyrir neðan myndbandið)?
Þú getur geymt sýnin við stofuhita. En hvernig skráir þú sýnin í Fjárvís? (PDF frá RML)
Þú mátt skipta sýnunum upp í 2 eða fleiri sendingar! Hvert sendirðu sýnin?
Hvað kostar arfgerðargreiningin? Færð þú styrk eða þarft þú að borga hana alla sjálf/ur?
Hvernig fer arfgerðargreiningin fram tæknilega?
Engin eða skrýtin eða röng niðurstaða – hvað getur klikkað? Hvað getur þú gert í því? (neðst á síðunni)
Hvern getur þú spurt ef eitthvað er óljóst eða ef niðurstöður skila sér ekki?
Svo er RML búin að birta ítarlegt upplýsingarskjal um „framkvæmd arfgerðargreinga 2024“ sem hægt er að nálgast hér.