Riðutilfelli: kort og tölfræði
Öll staðfest riðutilfelli á Íslandi síðan 1957 hafa verið skráð. Það er áhugavert að skoða dreifingu þeirra, en einnig enduruppkomur á sama bæ eða í nágrenni. Mikilvægar spurningar eru, hvort bændur hættu með sauðfé eftir niðurskurð. Eða hvort það er sauðfé í dag á bæ, þar sem riða kom upp áður fyrr – það hefur áhrif á smithættu út frá þessu búi.
Þróun riðutilfella á ári er einnig hægt að skoða en það er vandmeðfarið að túlka þessar tölur. Áður fyrr var t.d. ekki hægt að greina hefðbundinni og atýpiskri riðu í sundur. Á tímabili var opinbera stefnan að fækka sauðfé í landinu og það eru þekkt tilfelli, að „riða“ var notuð til þess. Umfang riðuskimunar hefur einnig áhrif, þar sem alls ekki öll tilfelli greinast í gegnum einkenni. Meira um þetta í viðkomandi kaflanum.
Kort yfir riðutilfelli síðan 1957 – flokkaðir eftir uppkomutíma (kortasjá MAST)
Kort yfir alla bæi á Norðurlandi vestra m.t.t. riðu – flokkun eftir fjölda (endur-)uppkoma (sem ég gerði í samvinnu við bændur og embættismenn)