ESB: Ef það kemur upp riða
Allar ESB-reglugerðir miða við verndandi breytileikann ARR – sem reyndist verndandi strax í upphafi rannsókna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.
Ef það kemur upp riða, þá eru þrír möguleikar í boði sem eru í grófum dráttum eins og hér segir:
- „Option 1“: Allar kindur hjarðarinnar eru skornar niður (venjulega er ekki farin sú leið).
- „Option 2:“ Einungis þær kindur eru skornar niður sem eru ekki með ARR (ær og sauðir mega vera arfblendin, hrútar þurfa að vera arfhreinir). Undir ákveðnum kringumstæðum – til dæmis ef það finnast ekki nógu margar kindur með ARR í hjörðinni – er hægt að fresta þessum niðurskurði í allt að þrjú ár; á meðan verður markvisst ræktað upp ARR innan hjarðarinnar og það er líka leyfilegt að taka inn ARR-kindur að utan til þess. Á meðan eru sölutakmarkanir og á sauðburði mega kindurnar ekki hafa samskipti við kindur annarra hjarða (einungis á sauðburði!).
- „Option 3“ (sem er algengast í dag): Ekki farga/slátra neinum einstaklingum, ef:
- erfitt er að finna viðunandi einstaklinga sem geta komið í stað þeirra eða
- hlutfall ARR er lágt í hjörðinni eða í kyninu sem heild eða
- hætta er á skyldleikarækt annars eða
- yfirvöldin telja þann valkost nauðsynlegan í ljósi aðstæðna en með tilliti til sóttvarnar
Næstu skref við möguleika 3:
- arfgerðagreina a.m.k. 50 einstaklinga innan 3ja mánaða síðan fyrsta kindin greindist
- ef fleiri jákvæðir einstaklingar uppgötvast, skoða aftur hvort möguleiki 2 eða 1 hentar betur
Þessar reglur hafa verið í gildi frá 2001 með nokkrum breytingum í gegnum tíðina – venjulega í formi afléttinga en samt hafa riðutilfellin fækkað mjög.
Reglugerðin 999/2001 í smáatriðum – einnig á íslensku
Hér fyrir ofan koma eingöngu helstu atriðin fram. Reglugerðin á ensku og þýsku ásamt samantekt á íslensku, málsgrein fyrir málsgrein, finnst hér – skáletraðar eru útskýringar/athugasemdirnar mínar: