Forystufé: hvað finnst þar?

Til þessa hafa eingöngu þrír breytileikar fundist í „hreinræktuðu“ forystufé:

  • ARQ, villigerðin – langstærsti hluturinn
  • V136 (VRQ) – hlutfallslega oftar en í venjulegu fé
  • H154 (AHQ) – eins oft og í venjulegu fé

Það eru til forystublendingar með góða forystueiginleika, sem eru með T137 (sjá t.d. hægra megin Svan Ástuson, skyldleikaræktaðan út frá Nikulási frá Brakanda) og með N138 (sjá Auði Seladóttur Nikulássonar ásamt Steinunni Steinríksdóttur, sem eru báðar með N138; annað dæmi er Maximus frá Innra-Ósi með mjög hátt formlegt forystuhlutfall).

Hins vegar kom haustið 2024 í ljós að hreinræktaði forystuhrúturinn úr Þistilfirði, sem leit út fyrir að vera með C151/ARQ, er í raun og veru með ARQ/ARQ (DNAið var endurgreint til öryggis).

Vorið 2024 komu í heiminn fyrstu ARR-forystublendingar með því markmiði að hækka formlega forystuhlutfallið jafnt og þétt þangað til hreinræktað forystufé með þennan breytileika er orðið til.