Gripaflutningar, -kaup, -sala: reglur
Innan hólfa þar sem riða hefur ekki greinst í meira en 20 ár (eða bara aldrei), má flytja sauðfé á milli hjarða að vild, alveg sama hvort um lömb eða fullorðnar kindur er að ræða – innan hólfsins. Fyrir eftirfarandi flutninga þarf hins vegar leyfi frá MAST:
a) flutningar í/frá öllum hinum hólfum
b) flutningar yfir varnarlínur
Úr líflambasöluhólfunum fjórum (þar sem aldrei hefur komið upp riða – Vestfjarðarhólfi eystra, Snæfellsneshólfi, Öræfahólfi og skilgreinda svæðinu í Norðausturhólfi) gildir söluleyfið fyrir allt hólfið og allar arfgerðir (nema arfgerðir sem innihalda VRQ). Samt þarf sölubúið að vera með gilt söluleyfi (sjá hér). Ath: Varðandi Snæfellsneshólf sjá kaflann „Garnaveiki“ aðeins neðar.
Reglugerðinni varðandi flutning líflamba milli landsvæða (550/2008) var breytt 2022 eftir að „verndandi“ og „mögulega verndandi“ arfgerðir komu til sögu hér á landi í kjölfari fyrstu lykilrannsóknanna. Núverandi útgáfan finnst hér. Tvær lykilsetningar eru að finnast í 3. gr.:
„Matvælastofnun getur þó í kynbótaskyni leyft sölu líflamba milli sóttvarnarsvæða og innan þeirra ef um er að ræða lömb með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu. Skilyrði er að sóttvarnarsvæðið sem selt er frá sé minna sýkt af riðu en svæðið sem selt er til eða svæðin hafi jafna sjúkdómastöðu með tilliti til riðu.“
„Verklagsreglur“ hvaða gripi megi almennt flytja innan eða úr hinum hólfum hafa hins vegar verið breytilegar síðustu árin. MAST birtir nýjustu reglurnar alltaf á heimasíðunni sinni, núverandi útgáfan (staða: 4.8.2024) finnst hér (smella; en: sjá líka athugasemdina mína varðandi T137/ARQ hérna aðeins neðar!). Ef slóðin skyldi breytast, þarf að fara inn á www.mast.is -> bændur -> sauðfé og geitur -> flutningar og sjúkdómavarnir
Hólf, þar sem riða hefur komið upp síðustu 7 árin, eru núna skilgreind sem áhættuhólf – í rauninni öll hólfin á Norðurlandi vestra:
- Miðfjarðarhólf (engin garnaveiki)
- Vatnsneshólf (garnaveiki)
- Húna- og Skagahólf (garnaveiki)
- Tröllaskagahólf (garnaveiki)
Athugasemd KE: Í landsáætluninni, bls. 24 um „önnur bú í áhættuhólfum“ kemur fram að „MAST [er]heimilt að veita undanþágu til flutnings T137/x“ (þ.e. T137/ARQ í þessu tilfelli) líka í áhættuhólfum.
Garnaveiki
Ekki má flytja úr hólfum/svæði þar sem það þarf að bólusetja gegn garnaveiki yfir í hólf/svæði þar sem engin bólusetningarskylda er; meira um það hér:
Reglugerð varðandi garnaveiki (ath: til að sjá breytingar á reglugerðum, maður þarf að skoða tenglana efst á síðunni – textinn á meginsíðunni einn og sér er úreltur!)
Bólusetningarskylda – listi yfir svæðin (neðst í greininni) – ath.: í Snæfellsneshólfi (líflambasöluhólf!) er bólusetningarskylda, þ.e. þaðan má ekki flytja t.d. í Miðfjarðarhólfið, þótt kaupaleyfi frá MAST segi e.t.v. annað!
Arfgerðir ráða öllu; umsóknir
Ólíkt því sem var áður, ræða arfgerðir nuna öllu þegar um flutning líflamba er að ræða – nema ef lömbin koma úr líflambasölusvæðum (gripa með VRQ má samt ekki flytja þaðan). Flutningur fullorðna gripa á milli hjarða er eins og áður bannaður í öllum hólfum þar sem riða hefur komið upp síðustu 20 árin – óháð arfgerð.
Til að fá leyfi, þarf að sækja um hjá MAST – bæði bóndinn sem ætlar að selja (eða gefa) og bóndinn sem ætlar að kaupa (eða þiggja). Hvernig það er gert, er lýst hér.