Hvernig erfast arfgerðir?
Þessi spurning skiptir auðvitað miklu máli. Sem betur fer erfast arfgerðir, eða frekar, „breytileikar“ á beinan og einfaldan hátt:
- Annaðhvort ákveðinn breytileiki er til eða ekki til, hann hoppar aldrei yfir kynslóð. (Það gerir t.d. ekkert ef móðurafi lambsins var með AHQ/VRQ, ef móðirin erfði AHQ frá honum og er sjálf t.d. með AHQ/N138. Lambið hennar getur ekki verið með VRQ, nema ef faðir lambsins er með VRQ.)
- Allir breytileikar erfast á sama hátt.
- Líkurnar að erfast áfram eru alltaf eins, alveg sama hvort um til dæmis VRQ eða ARR sé að ræða. (Ef útkoman er ekki samkvæmt tölfræði, þá er þetta tilviljun – of fá lömb í „rannsóknarhópnum“.)
- Hver og ein kind er með 2 „genasamsætur“ – frá sitt hvoru foreldri. Báðar genasamsætur hafa áhrif á næmi kindarinnar. Þess vegna er mikilvægt að skoða alltaf samsetninguna = arfgerðina, ekki einblína á aðra þeirra. Meira um það hér.
- Ósamræmi í niðurstöðum er sjaldnast ný stökkbreyting (þótt það sé ekki alveg útilokað en mjög ólíklegt), heldur mannleg mistök eða eldri arfgerðagreining (bara 2 sæti) liggur á bak við foreldra. Meira um það hér.
Myndirnar útskýra öll helstu tilfelli – til að sýna betur hvort foreldra erfir hvað, er annað þeirra hringlagað og hitt sexhyrnt. Bara skipta breytileikunum út að vild til að endurspegla raunveruleikann í hvert skipti.
Mikilvæg regla til að spara fyrirhöfn og peninga: Ef foreldrarnir eru báðir arfhreinir, alveg sama hvort fyrir sama eða ólíka arfgerðir (sjá fyrstu tvær myndirnar), þarftu ekki að arfgerðagreina lömbin þeirra – því þú veist með vissu hvað kemur út!