Skimun, sjúkdómsgreining; heila- og eitlasýni
Allar riðugreiningar fara fram á Keldum undir stjórn Stefaníu Þorgeirsdóttur, sem hefur unnið á þessu sviði í þrjá áratugi. Það er til mjög fróðlegt myndband frá 2019, þar sem greiningaraðferðunum er lýst á auðskiljanlegan hátt.
Ísland fylgir ESB-staðlinum að um 10% fullorðna slátraða kinda er riðugreind – dýralæknar í þágu MAST taka heilasýni á sláturhúsum og senda þau ásamt gripamerki viðkomandi kindar á Keldur. Þetta eru í kringum 4.000 sýni, sem skila sér á Keldum upp úr miðjum september á hverju ári. Greiningu er yfirleitt lokið fyrir miðjan febrúar eða fyrr. Skimun á sýnum gripa úr riðuhjörðum fylgir svo á eftir, en fjöldi þeirra er breytilegur og ekki fyrirsjáanlegur og því breytilegt hvenær þeirri vinnu lýkur ár hvert.
- Ódýrari aðferðin er Elisuprófið og hún er framkvæmd fyrst. Þar er hins vegar ekki hægt að greina í sundur hefðbundinni og atýpiskri riðu;
- þess vegna verða öll jákvæð sýni prófuð aftur með Western Blot aðferðina. Það er einnig mikilvægt til að koma í veg fyrir rangar jákvæðar greiningar. Ef sýni er jákvætt, myndast mynstur úr 3 dökkum böndum við hefðbundna riðu (og 4 ef um atýpiska riðu er að ræða). Eftir því á hvaða stað böndin liggja nákvæmlega, er hægt að fá fyrstu bendingar, um hvaða riðustofn(a) er að ræða (ítarleg grein um þetta finnst hér):
Hálskirtlarnir verða í ákveðnum arfgerðum jákvæðir fyrr en heilinn. Til að meta útbreiðslu sjúkdómsins í hjörðinni betur, hafa síðan haustið 2023 verið tekin eitlasýni úr kindum, sem voru skornar niður – auk heilasýna. Tölur jákvæðra gripa úr síðustu riðuhjörðum Stórhól og Eiðsstöðum/Guðlaugsstöðum (sérstaklega hlutfall þeirra innan hjarða) eru þess vegna ekki sambærilegar við gögnin fyrri riðuhjarða. En þessi eitlasýni eru til mikils gagns til að meta næmi arfgerða. Í framtíðinni verða slík sýni tekin úr öllum kindum eldri en 18 mánaða sem er slátrað eða verða sjálfdauðar á riðubæjum.