Arfgerðargreining: verð og styrkir
Verðið til bænda er mjög misjafnt og reiknast fyrir hvern og einn grip eins og hér segir (staða: ágúst 2024, en samkvæmt RML gildir þetta fyrirkomulag líklega einnig 2025):
hylki 300 kr (borgað strax)
plús arfgerðargreining 1300 kr (gert upp í haust)
mínus styrkur (0 kr, 650 kr eða 1300 kr)
= 300 kr, 950 kr eða 1600 kr samtals
Styrkur Matvælaráðuneytisins til bænda er flokkaður þannig:
- 1.300 kr ef a.m.k. annað foreldri gripsins ber ARR (=R171), þ.e. dökkgrænt flagg -> lokaverð 300 kr
- 1.300 kr ef um lambhrút er að ræða sem er settur á – óháð arfgerð hans -> lokaverð 300 kr
- 650 kr ef a.m.k. annað foreldri gripsins ber T137, C151 eða AHQ (=H154), þ.e. ljósgrænt flagg -> lokaverð 650 kr
- 0 kr ef ekkert af ofantölu á við -> lokaverð 1.600 kr
Ath.:
- Samkvæmt reglum RML verður foreldrið að vera arfgerðagreint sjálft til að hafa gildi varðandi styrki – ekki dugar að foreldrið ber eða bar augljóslega viðkomandi breytileika út frá afkvæmum/ættingjum; þess vegna er aldrei hægt að fá styrk fyrir gripi undan slíkum foreldrum ef þau eru dauð (og þar með ekki hægt að arfgerðagreina þau).
- Hvert og eitt hylki er sem sagt strax við pöntun skráð á þann bónda sem pantaði það. Ef Jón bóndi t.d. lætur þetta hylki t.d. til Rúnars nágranna, þarf Jón samt að borga fyrir arfgerðargreiningu þess hylkis þótt Rúnar hafi notað hylkið til að taka sýni úr grip í sinni hjörð. Til að færa hylkið yfir frá Jóni til Rúnars, þarf annar þeirra að senda tölvupóst á netfangið dna [hja] rml.is og útskýra málið. Mögulega verður rukkað gjald fyrir það (best að spyrja fyrirfram).
- Styrkur varðandi ásetta hrúta miða við gögn í Fjárvís (síðast: 13. desember 2024).
- Nýtt síðan feb. 2025: Verðið miðar við greiningu í gegnum RML -> Íslenska Erfðagreiningu. Ef arfgerðagreiningin fer fram hjá Agrobiogen, rukkar RML aukagjald til að lesa niðurstöðurnar inn í Fjárvís (tímakaup, 11.000 kr/tímann).
RML er með ítarlegt upplýsingarskjal um „framkvæmd arfgerðargreininga 2024“ sem er að finna hér.
Athugasemd KE: Þetta þýðir í rauninni að opinberu leitinni eftir nýjum uppsprettum sjaldgæfra þolna breytileika eins og T137 og ARR er lokið – eða: Bændur þurfa að borga þessa leit algjörlega sjálfir. Mér er ekki kunnugt um annað land sem greiðir styrki eftir arfgerð foreldranna en ekki jafnt.