Brautryðjandi: PMCA-næmispróf
Ótrúlegt en samt satt – það er hægt að líkja eftir riðusmitferli, sem tekur marga mánuði eða jafnvel ár, í tilraunaglasi á tveimur sólarhringum. Eftir það er hægt að framkvæma hefðbundna riðugreiningu með Western Blot. Á þennan hátt er hægt að rannsaka næmi ákveðna arfgerða á mjög skilvirkan hátt. Mikilvægt er að bera þessar niðurstöður, sem urðu til „in vitro“ (í tilraunaglasi), við íslenska raunveruleikann „in vivo“ (í raunverulegum riðuhjörðum). Ef niðurstöðurnar eru samhljóma – sem er tilfelli í viðkomandi rannsókn -, eru líkurnar afar miklar að þær endurspegla „sannleikann“.
PMCA þýðir annars „Protein misfolding cyclic amplification“ („misfolding“ er aflögun príonpróteins sem er dæmigerð fyrir riðuveiki; „amplification“ þýðir umbreyting, þ.e. riðusmit á sér stað). Verkefnisstjóri var Vincent Béringue, Frakklandi, sem kynnti niðurstöðurnar bæði í júní 2023 í Varmahlíð og lokaniðurstöðurnar haustið 2023, þegar við fórum á upplýsingarhringferð „Ræktun gegn riðu – fyrstu skrefin“.
Helstu skrefin PMCA-prófs:
- heilabútur úr heilbrigðri kind með ákveðna arfgerð er blandaður saman við smitefni, sem er unnið úr heilabút úr riðuveikri kind
- ákveðinn hiti og ljóðbylgjur eru notuð á þessa blöndu í 5 til 6 umferðir
- eftir það er framkvæmd riðugreining með Western Blot
- endurtaka þetta með öðruvísi þynningu smitefnis (samtals þremur mismunandi þynningum)
- úrvinnsla: 3ja banda mynstur? Í öllum þynningum eða bara 1 eða 2? Hversu „svart“ er mynstrið?
- endurtaka allt þetta þrisvar með sömu arfgerð og sama smitefnið, til að útiloka tilviljunaráhrif (3 keyrslur)
Eftirfarandi arfgerðir voru rannsakaðar á þennan hátt:
- T137/T137
- T137/ARQ
- T137/H154
- T137/ARR
- N138/N138
- N138/ARQ
- N138/H154
- C151/C151
- C151/ARQ
- C151/H154
- H154/H154
- R171/ARQ
- R171/H154
Til samanburðar/sem mælikvarði (þekktar næmar arfgerðir):
- ARQ/ARQ
- VRQ/VRQ
Til samanburðar (þekktar þolnar arfgerðir):
- ARR/ARR
- ARR/ARQ
13 mismunandi smitefni voru notuð – hér er yfirlitskort sem Vincent bjó til eftir að hafa flokkað smitefnin eftir „sérhæfingu“ í ARQ/ARQ eða VRQ/VRQ (meira um það hér):
Og niðurstaðan lítur þannig út – 3 súlur = 3 endurtekningar/keyrslur:
Ath:
- Hæð súlnanna sýnir hversu mikil umbreyting („smit“) átti sér stað og er þess vegna „næmismælikvarði“.
- Ef súla er ekki með neina „framlengingarlínu“ (sem táknar sveiflur til og frá), er það betra.
- Bláar súlur eru notaðar sem viðmið – þær sýna umbreytingar í ARQ/ARQ.
- Grænar súlur tákna hinu arfgerðirnar; litlar grænar súlur við eina eða tvær keyrslur eru ekki ógnandi.
Helstu niðurstöður:
- Undir vissum kringumstæðum umbreytist líka ARR (aðallega sem ARR/ARQ) – sem við vissum reyndar áður, en samt!
- AHQ/N138 umbreytist hins vegar aldrei.
- Best koma annars T137-arfgerðirnar út (jafnvel betra en ARR), þar á eftir C151 og H154 (AHQ) – einnig aðeins betra en ARR/ARQ.
- N138 arfblendið með ARQ og arfhreint koma ekki eins vel út, samt er umbreytingin margfalt minni en í ARQ/ARQ.
Hægt er að hlusta á Vincent (ásamt íslenskri þýðingu) þegar hann kynnir þessar niðurstöður – hér eru upptökur fyrirlestrarins á Hvanneyri 31.10.23.
Mikilvægasta spurning þá: Hvað kemur út úr samanburðarrannsóknum þessara arfgerða (og fleira) í 14 mismunandi riðuhjörðum? Eru niðurstöðurnar samhljóma? Svarið er „já“ – meira um það hér.