Hafa samband; lokaorð
Ég er ekki starfsmaður hjá neinni stofnun, þess vegna er þessi heimasíða óformlegt framtak til að auka þekkingu bænda og almennings á öllu, sem tengist ræktun riðuþols. Áður en síðan birtist í fyrsta sinn, gaf ég samt fulltrúum RML, MAST og BÍ kost á að koma með athugasemdir eða breytingaróskir.
Almennt hef ég reynt að lýsa hlutunum á hlutlausan hátt á grunni vísindalegrar þekkingar, sem riðusérfræðingar á alþjóðlegu sviði létu í té – hvort það sé í vísindagreinum, skýrslum, tölvupóstum eða beinu samtali. Ef um persónulegar skoðanir mínar er að ræða, eru þær sérstaklega merktar („Athugasemd KE“).
Ég vona að bjóða upp á svör við öllum helstu spurningum. Ef það vakna samt fleiri spurningar, ef þú tókst eftir villum eða vilt koma með ábendingar eða breytingartillögur, ertu velkomin(n) að hafa samband!
Besta leiðin er Facebook-messenger (þótt ég sé ekki með hann í síma, eingöngu í tölvu) eða tölvupóstur. Annars er ég í símaskránni – ef ég svara ekki, máttu senda mér SMS (en ekki nota talhólfið, ég hlusta aldrei á það).