Þarftu greiningu strax? Eða varðandi faðerni, þokugen eða gula fitu?

Þá er enn hægt að nýta sér „hraðþjónustu“ Agrobiogens í Þýskalandi. Venjulega er hægt að fá 1-sæta-greiningu (sætin 136/137/138 eða sætin 151/154 eða sæti 171) innan sólarhrings og 6-sæta-greiningu innan 2 sólarhringa (á virkum dögum). Verð: 11,50 evrur og 16,50 evrur (um 1.700 kr og 2.500 kr). Við þurfum bara að finna leið til að koma sýnunum út (en þetta leysist einhvern veginn).

Ath: Síðan febrúar 2025 hefur RML rukkað sérstaklega fyrir að skrá þessi sýni í Fjárvís (ólíkt sýnum greindum í gegnum ÍE) og þetta er reiknað eftir tímakaup sem er 11 þús á klukkutíma (a.m.k. 0,5 tímar). Því miður er þessi greiningarmöguleiki þar með orðinn mjög óhagstæður varðandi verðið, en borgar sig ef maður þarf að fá arfgerðagreiningu á veturna á meðan „reglubundnu“ arfgerðagreiningarnar geta verið stöpular.

Einnig er „föðurgreining“ í boði hjá Agrobiogen ef faðirinn (eða móðirin) er óljós – kostar um 27 evrur (4.000 kr).

Síðast en ekki síst er hægt að þokugensgreina gripi þar – kostar 18 evrur (um 2.700 kr). Einnig er hægt að láta greina þokugen hjá Matís (pöntun í gegnum RML, sjá hér) – sem er auðveldasti valkosturinn ef eingöngu um þokugensgreiningu er að ræða (án riðuarfgerðagreiningar), en kostar þar 7.000 kr (tilboðsverð: 3.800 kr til 11.4.25). Matís hefur aðgang að DNA sem var arfgerðagreind hjá ÍE.

Matís er núna líka með próf fyrir gula fitu. Fyrirspurnir: Steinunn Magnúsdóttir (Sæmundur er hættur).

Best að hafa samband við RML fyrst (sjá hér), ekki síst til að kanna verðið fyrir skráninguna/innlesningu í Fjárvís. Ef þú vilt nýta þér þjónustu hjá Agrobiogen, hafðu samband við mig, þá ræðum við möguleikana í beinu samtali.