Panta arfgerðagreiningu – taka sýni
Allar pantanir fara fram í gegnum RML eins og áður. Pöntunarferlið breyttist vorið 2024, þar sem
- eingöngu ein tegund arfgerðargreiningar er í boði (öll 6 sæti – ekki eins og áður 1 sæti, 2 sæti eða 6 sæti)
- styrkurinn sem ríkið borgar fyrir arfgerðargreiningu er mjög misjafn og þess vegna var ákveðið að gera arfgerðargreiningarnar ekki upp fyrr en í haust
Það þýðir að þú pantar ekki lengur ákveðið magn af ólíkum arfgerðargreiningum með hylki innifalið í verðinu, heldur þú pantar hylki á 300 kr/stk. (og töng á 3.300 kr ef þig vantar enn svoleiðis) – það er hægt að gera hér:
Pöntunarsíða RML fyrir sýnatökuhylki og -töng
Það er vissara að panta aðeins fleiri hylki en þau sem þú veist nú þegar að þú notar strax – það geta alltaf bæst einhverjum spennandi gripum við og hylkin „renna ekki út“. Hvert hylki er með strikamerki/númer; RML skráir þessi hylki á þitt bú og þú tengir þessi númer við ákveðinn grip eftir að þú ert búin/n að taka sýni. Þú getur notað hin hylkin seinna – einnig t.d. á næsta ári.
Með því að senda sýnin til RML „pantar“ þú svo að segja sjálfkrafa arfgerðagreiningu þessara sýna.
Þú borgar bara hylkin til að byrja með en færð reikning fyrir arfgerðargreininguna sjálfa ekki fyrr en í haust – hvað hún kostar, fer eftir arfgerð foreldranna, eftir kyn lambs og eftir því hvort það er sett á. Meira um verðið hér.
Leiðbeiningarmyndband!
Hér er myndband sem útskýrir nákvæmlega hvernig þú tekur sýnin og hvað þú þarft að athuga sérstaklega þannig að þetta klikkar ekki. Dæmi um möguleg mistök finnast hér.