Umsóknareyðublöð: kaupaleyfi, söluleyfi (MAST)

Hvernig sækirðu um? Það virkar þannig (staðan apríl 2025):

  • fara inn í þjónustugátt MAST -> Tilkynningar og umsóknir
  • skrá sig inn
  • þá birtist listi yfir ýmis umsóknareyðublöð – velja „0.2 Dýrahald“
  • til að sækja um söluleyfi, notar þú eyðublaðið
    • 2.11 á líflambasölusvæði (varðar alls konar arfgerðir), en
    • 2.46 á öðrum svæðum (varðar ARR/x, T137/x, AHQ/AHQ, C151/C151, C151/AHQ; ARR = R171, AHQ = H154); leyfi gildir til 1 árs
  • til að sækja um kaupaleyfi, notar þú eyðublaðið
    • 2.09 (til að kaupa á líflambasölusvæðum) eða
    • 2.45 (til að kaupa á öðrum svæðum – þar er nauðsynlegt að gefa upp
      a) sölubæinn og
      b) fjölda gripa og kyn fyrir hverja arfgerð sem þú vilt kaupa

Ath.: Til að takmarka smithættu, ætti ekki að taka til greina flutning í „betur sett“ varnarhólf (þótt það hafi stundum verið leyfilegt). Þ.e. úr Tröllaskagahólfi, Húna- og Skagahólfi, Vatnsneshólfi eða Miðfjarðarhólfi ætti eingöngu að flytja innan sama hólfs eða – ef sérstakar ástæður liggja fyrir – á milli þessara hólfa, en ekki út úr þeim t.d. í hólf á Suður- eða Austurlandi.

Umsóknarfrestar hafa verið breytilegir síðustu árin, þeir koma fram í viðkomandi eyðublaði. Niðurstöður úr arfgerðargreiningum liggja ekki alls staðar fyrir í tæka tíð, en þær skipta máli bæði fyrir seljendur (hvað er í boði?) og fyrir kaupendur (hvað vantar mig?). Ekki síst veit bóndinn ekki fyrr en eftir réttir hvort allir tilvonandi ræktunargripir hafa skilað sér frá fjallinu og hvort þeir verða nothæfir.

Óháð öllum frestum er gott að vita að það má alltaf að senda rökstuddan tölvupóst á Sigurbjörgu Bergsdóttur, ef „óvænt“ sala eða kaup er nauðsynlegt eftir að umsóknarfresturinn rann út: sigurbjorg.bergsdottir[hjá]mast.is