Riðueinkenni – misjöfn og stundum engin

Breytingar með tímanum

Riðuveiki var mjög lengi einungis til í Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og vestanverðum Eyjafirði. Einkenni á þeim tíma voru aðallega:

  • máttleysi í göngulagi og
  • kviðleysi (kindin horast niður)

Það virðist ekki hafa verið mikið vandamál að búa með riðunni og kláði kom lítið eða ekki fyrir. Svoleiðis einkenni hafa einstökum sinnum komið fyrir einnig í dag.

Í seinni tíð og í langflestum tilfellum síðustu árin eru hins vegar þessi einkenni áberandi:

  • mikill kláði (kindin nuddar sér í sífellu og sleikir útum, tungan kemur út); kindin notar öll tækifæri til að nudda sér; ef maður klórar henni þá gnístir hún tönnum; kláði mest áberandi fyrir burð, verður hárlaus á haus og bumbunni
  • augun verða „flóttaleg“, kindin verður hrædd að ástæðalausu, óróleg, fer frá garðanum þótt matarlystin sé annars góð eða jafnvel óstjórnanleg
  • örfínn titringur sem finnst þegar maður tekur í horn á kindinni, eins og vægur rafmagnsstraumur; eða skjálfti í hausnum
  • ef hún verður fyrir snöggu áreiti fær hún eins konar flog; við rúning stífnar hún upp við átakið
  • skert jafnvægi, reikult göngulag, þegar tekið er í horn þá hendar kindin sér niður eða dettur jafnvel um koll; eða kindin hringsnúist
  • kviðleysi/kindin horast niður þrátt fyrir góða matarlyst

Mikilvægt er að hafa í huga að

  • oftast koma ekki öll einkenni fram í einu, heldur bara eitt og eitt þeirra
  • einnig getur riðukind verið einkennalaus í byrjun
  • auk þess finnst svo gott sem öllum kindum gott að láta klóra sér á bakinu þannig að þetta eitt og sér bendir ekki til riðu
  • fóðureitrun getur valdið sömu einkennum

Mismunandi riðustofnar – mismunandi einkenni möguleg

Mismunandi einkenni benda á mismunandi riðustofna. Ég á ekki við „atýpiska riðu/Nor98“ annars vegar (sem er mjög líklega ekki smitsjúkdómur, sjá hér) og „hefðbundna riðu“ hins vegar heldur það eru til ólíkir stofnar innan klassískrar (smitandi) riðu. Til þessa hafa þessir íslensku stofnarnir aldrei verið greindir en þetta er á dagskrá núna í samhengi við rannsóknina miklu (sjá hér).

Lýsingar og myndbönd á heimasíðu MAST

Á heimasíðu MAST eru þessi myndbönd að finna:

4ra vetra kind með riðu: myndband1, myndband2, myndband3

2ja vetra kind með riðu: myndband1, myndband2

Staðfesting?

Eina viðurkennda aðferðin hér á landi til að staðfesta eða útiloka riðu er að aflifa kindina, taka sýni úr heilanum, síðan haustið 2023 einnig úr hálskirtlum, og taka Elisu-/Westernblot-próf sem er framkvæmd á Keldum (meira um það hér).