Fleiri tölfræðileg gögn
Um riðu á Íslandi
Hagþjónusta landbúnaðarins, 2006: Skýrsla um kostnað vegna riðu og garnaveiki.
Samantekt á kostnaði við aðgerðir og bætur vegna riðu og garnaveiki í sauðfé 1998-2004, ásamt hagfræðilegu mati á núverandi aðgerðum.
Hér eru mjög áhugaverðar tölur m.a. um bæi með staðfest riðutilfelli að finna, einnig um „tengda bæi“ (án þess að riða hafi komið upp þar) og um heildarfjölda fjár, sem var skorinn niður í gegnum árin.
Til samanburðar: Fjöldi sauðfjárhjarða í gegnum árin skiptir öllu máli ef það á að meta tíðni riðutilfella og þróun þeirrar: Ef hjörðum fækkar, fækkar riðutilfellum eðlilega líka. Fjárfjöldi einn og sér dugar ekki, þar sem 1 riðutilfelli er 1 hjörð (en ekki 1 kind) og meðalstærð hjarða hefur eykst talsvert síðustu áratugina – sami fjárfjöldi, en stærri hjarðir leiða að færri hjörðum. Bæði hefur fækkað i miklum mæli: fjárfjöldinn og hjarðarfjöldinn.
Tölum um hjarðafjölda er hægt að fletta upp hér á Mælaborði landbúnaðarins;
- þegar síðan er búin að koma upp (sem getur tekið smá tíma), sést hnappur „Bændur og búalið“.
- Ýttu á hann – línurit birtist.
- Veldu þá hnappinn „Búfjáreigendur eftir árum“ (annar í röðinni efst frá vinstri). Margar línur birtast.
- Veldu þá í listanum „Búfé“: „Sauðfé“. Þá birtist ein lína og nákvæmar tölur fyrir hvert ár síðan 1981.
Samsetning tveggja ólíkra riðuhjarða: Stóru-Akrar 2020, Vatnshóll 2021
Bergsstaðir í Miðfirði, riða 2023
Þessi hjörð býður upp á sérstaklega áhugaverð gögn:
- Óvenju margir jákvæðir gripir fundust – 52 samtals (sjúkdómurinn þróaðist á „eðlilegan“ hátt).
- Allir jákvæðir gripir voru með ARQ/ARQ. PMCA-næmisprófin leiddu í ljós að smitefnið flokkast sem „ARQ-sérhæft“ eins og smitefnið frá Stóru-Ökrum (sjá yfirlitið hér).
- Nærri allir voru árgangur 2020.
- Sama ár var ákveðinn flói, sem var skepnugröf í gamla daga, notaður í fyrsta sinn fyrir haustbeit (kál). Allir jákvæðir gripir voru á beit í flóanum – lífgimbrar og eldri ær sem þurftu að bæta á sig.
- Einnig sjaldgæfari arfgerðir komu fyrir í hjörðinni í talsverðu mæli, meira að segja T137 sem
hefur til þessa ekki fundist nema á 8 bæjum í landinu, og C151. - Þessar arfgerðir koma einnig fyrir í eldri árgöngum – og í árgangi 2020 (a.m.k. N138
og AHQ; e.t.v. líka T137).