ESB: gripaflutningar
Grundvallarmunur á milli ESB og Ísland er, að það eru engin varnarhólf til í ESB og flutningsreglur eiga eingöngu við hér:
- ef um riðubú er að ræða (2 til hámark 5 ár eftir að síðasta jákvæða kind fannst)
- við flutning á milli landa
Flutningur frá riðubúum (innanlands)
- almennt: enginn greinarmunur á milli lamba og fullorðna kinda
- riðubú með niðurskurði: í 2 ár síðan síðasta riðutilfellið var greint, ef um niðurskurð var að ræða (option 1 eða option 2) – eða styttra ef allir gripir búsins eru með ARR/ARR;
- þaðan má flytja gripi með ARR/ARR hvert sem er
- þaðan má flytja ær með ARR/x (x ekki VRQ), en eingöngu á bú í sömu stöðu
- riðubú með frestun (út af sauðburði eða til að byggja upp þolinn stofn – undirmöguleiki í option 2, sjá PDF-skjalið hér) eða með option 3 (enginn niðurskurður): í allt að 3 ár – eftir það tekur 1. við;
- þaðan má flytja gripi með ARR/ARR, en eingöngu á bú í sömu stöðu
Flutningur á milli ESB-landa
- almennt: enginn greinarmunur á milli lamba og fullorðna kinda
- ef um flutningur í lönd eða svæði sem eru án útrýmingaráætlunar eða þar sem ákveðin riðuáhætta er hvort sem er, gilda lakari reglur en ef um flutningur á önnur svæði er að ræða (hverfandi litlar líkur á riðu)
- bú eða heil svæði með hverfandi litlar líkur á riðu:
- allar kindur með ARR/ARR og 7 ár síðan síðasta riðutilfellið var greint EÐA
- allir gripir einstaklingsmerktir og allur flutningur skráður, nýir gripir eingöngu með ARR/ARR
- eftirlitsdýralæknir skoðar hjörðina einu sinni á ári
(m.a.; það eru jafnvel fleiri möguleikar til sem ég sleppi hér)
Ef einhver hefur áhuga á smáatriðum og vill vera alveg viss, er best að kynna sér reglugerðina sjálfa – 999/2001, viðauka (annex) VIII. Það getur verið munur á milli landa – mismunandi tungumál varða oftast ákveðin lönd og ekki bara um orðrétta þýðingu er að ræða.