Flokkun hólfa; hvaða arfgerðir eru „söluvara“?
Staða: 5.1.2026. Ný reglugerð um riðuveiki hefur tekið gildi (sjá hér). Hún hefur áhrif á svörin við spurningunum.
Hvaða arfgerðir teljast sem „söluvara“, fer eftir varnarhólfi – bæði hólfi seljandans og hólfi kaupandans.
Í stuttu máli er eftirfarandi flokkun hólfa í gildi:
- Líflambasölusvæði – til þessara svæða teljast varnarhólf sem aldrei hefur greinst riða og garnaveiki hefur ekki greinst síðastliðin 10 ár. Smitálag vegna riðuveiki á aðliggjandi sóttvarnarsvæðum skal einnig vera lítið.
- Hólf sem eru ekki áhættuhólf – til þessara svæða teljast varnarhólf þar sem riða hefur ekki fundist sl. 7 ár.
- Áhættuhólf – til þessara svæða teljast varnarhólf þar sem riða hefur greinst á sl. 7árum og ekki er gerður greinarmunur á sýktum og ósýktum svæðum innan hólfsins. Innan hólfa er greinarmunur á „riðubúum“ og „áhættubúum“ (með bein tengsl við riðubú)
- Svæðisskipt varnarsvæði – þar sem hólfinu er skipt upp í sýkt og ósýkt svæði og ólíkar reglur gilda um flutning á lifandi fé eftir því hvort um er að ræða fé á sýkta eða ósýkta svæðinu.
Hvaða hólf tilheyrir hvaða flokk, sést á þessu korti.
Í grófum dráttum má selja eftirfarandi arfgerðir eins og hér segir:
- innan líflambasöluhólfa (Snæfellsneshólfi, Vestfjarðarhólfi eystra, Norðausturhólfi (norðurhluta) og Öræfahólfi):
- allar arfgerðir, en mælst hefur verið til þess beint við bændur að ekki sé verslað með kindur með VRQ genasamsætuna
- innan hólfa þar sem riða hefur komið upp fyrir meira en 7 árum:
- allar arfgerðir nema með VRQ
Athugasemd KE: Það hefur þónokkrum sinnum komið upp riða aftur á sama bæ eftir meira en 40 eða jafnvel 60-70 ára „riðupásu“; ég mæli þess vegna með að vera á varðbergi í þessum hólfum og reyna sem mest að sneiða framhjá VRQ/VRQ-, VRQ/ARQ- og ARQ/ARQ-gripum.
- allar arfgerðir nema með VRQ
- úr líflambasöluhólfum inn í önnur hólf:
- allar arfgerðir nema með VRQ; skv. endurskoðaðri útgáfu Landsáætlunar er ekki mælt með að flytja lömb með arfgerðina ARQ/ARQ inn á riðusvæði
- úr hólfum, sem eru ekki áhættuhólf, inn í önnur hólf:
- ARR/x (ef x er ekki VRQ)(ARR = R171)
- T137/x (ef x er ekki VRQ)
- C151/C151
- H154/H154 = AHQ/AHQ
- C151/H154 = C151/AHQ
- innan áhættuhólfa eða á milli þeirra*:
- ARR/x (ef x er ekki VRQ)(ARR = R171)
- T137/x (ef x er ekki VRQ)
- C151/C151
- H154/H154 = AHQ/AHQ
- C151/H154 = C151/AHQ
- *En: Fyrir „riðubæi“ og „áhættubæi“ gilda sérstakar reglur!
Mikilvægt:
- Sérstök reglugerð varðandi flutning yfir varnarlínur er í vinnslu; drögin finnast hér – ásamt umsögnum með athugasemdum neðst á síðunni sem ég mæli með að lesa líka. Grundvallarbreytingar, ekki síst varðandi kaupa- og söluleyfi eru væntanlegar.
- Sú regla gildir að leyfi fæst til þess að selja af minna sýktu svæði yfir á meira sýkt, en ekki öfugt.
- Muna þarf eftir því að bæir á svæðum þar sem bólusett er gegn garnaveiki mega ekki selja til aðila á svæðum þar sem ekki er bólusett.
- Allir flutningar eru leyfisskyldir nema innan líflambasölusvæða og innan hólfa þar sem riða hefur komið upp fyrir meira en 7 árum. Meira um það hér.