A136 R154 Q171 – ARQ eða „villigerð“

Þessi breytileiki er með gult flagg í Fjárvís.

Það helsta strax í byrjun: „Gult flagg“ er í fínu lagi næstu árin (nema ef það er mikil smitálag hjá þér), ef „eitthvað grænt“ er á móti því. Meira um það neðst á síðunni.

En fyrst eitthvað um villigerðina sjálfa. Sætin númer 136, 154 og 171 í príonpróteininu skipta sem sagt máli varðandi næmi fyrir riðusmiti í kindum. Venjulega, þ. e. í villifé og einnig í villigeitum, eru eftirfarandi amínósýrur í þessum sætum:

  • alanín = A í sætinu 136
  • argínín = R í sætinu 154
  • glútamín = Q í sætinu 171

Skammstafanirnar eru sem sagt „ARQ“. Ef stökkbreytingar eiga sér stað, getur þessi samsetning breyst.

Príonpróteinið býr auk þess yfir miklu fleiri sætum en 136, 154 og 171. Ef allt próteinið er skoðað („raðgreint“), finnur maður kannski í kind sem lítur út fyrir að vera með ARQ/ARQ stökkbreytingu í sætinu 137 – nefnilega T137. Upprunalega ástandið er sem sagt alltaf ARQ – A í sætinu 136, R í sætinu 154 og Q í sætinu 171 eða “villigerðin”. Vísindamenn skrifa hér A136R154Q171.

Venjulega getur eingöngu ein stökkbreyting átt sér stað í hverri genasamsætu – þess vegna byggja þessir breytileikar allir á villigerðinni ARQ. Það getur verið ruglandi – því næmi gripsins fer eftir viðkomandi stökkbreytingu og hann er í öllum tilfellum á Íslandi minna næmur fyrir riðu en gripur með „hreint“ ARQ!

En meira um „hreint“ ARQ. Þegar ESB flokkaði arfgerðir eftir næmi fyrir riðusmiti, voru aðallega notuð gögn frá Englandi. Þar virðist VRQ talsvert næmara en ARQ. Fyrstu íslenskar rannsóknir á gömlum riðuhjörðum sýndu sömu niðurstöður. Þess vegna var þessi flokkun einnig tekin upp hér á landi.

En seinna – bæði í öðrum löndum og hér á Íslandi – kom í ljós, að það getur verið öfugt! Það er áhugavert að sérstaklega í riðuhjörðum allra síðustu ára eru þónokkur dæmi að finna að eingöngu ARQ/ARQ-kindur veiktust (að hluta til í mjög miklu umfangi), þótt VRQ/ARQ- og VRQ/VRQ-gripir höfðu verið í hjörðinni: á Grófargili 2020, á Stóru-Ökrum 2020 ásamt tengdum gripunum á hinum bæjum, á Vatnshóli 2021 og á Bergsstöðum 2023 ásamt tengdra gripnum á Urriðaá.

Fyrri rannsóknir, t.d. á Ítalíu sýndu talsvert fyrr að það fer eftir riðustofni, hvor breytileikanna er næmari. Þótt íslensku riðustofnarnir hafi enn ekki verið greindir (þetta er í vinnslu, sjá hér), sýna niðurstöðurnar úr PMCA-næmisprófunum í tilraunaglasi (sjá nánar hér) greinilegan mun á milli ólíkra smitsýna – sum smitsýni smita auðveldlega ARQ/ARQ en miklu verra VRQ/VRQ. Í báðum tilfellum með háa tíðni riðuveikra kinda (Stóru-Ökrum og Bergsstöðum) eru þessar niðurstöður í samræmi við raunveruleikann, þ.e. arfgerðir smitaðra kinda í einmitt þessum hjörðum.

Í stuttu máli: Í rauninni þyrftu ARQ og VRQ bæði verið rauð – eða kannski appelsínugul, þar sem sums staðar væri samt ARQ gult og VRQ rautt.

Samsetningar með ARQ

En hvað þýðir þetta fyrir arfgerðir sem innihalda ARQ? Báðar genasamsætur gripsins hafa áhrif á næmi hans. Ef hin genasamsæta er með þolinn breytileika (t.d. T137 eða R171 = ARR), eru líkurnar miklar að þetta þol er nógu sterkt til að jafna næmi ARQ-genasamsætunnar út. Það hefur t.d. aldrei fundist riðujákvæður gripur með T137/ARQ eða C151/ARQ, og á Íslandi bara tveir með AHQ/ARQ; í öðrum „riðulöndum“ veikjast yfirleitt bara örfáir gripir með ARR/ARQ þrátt fyrir hátt ARR-hlutfall í stofninum þar.

Í stuttu máli: „Gult flagg“ er í fínu lagi næstu árin, ef „eitthvað grænt“ er á móti því – til að geta nýtt „gula“ ræktunargripi með góða eiginleika og varðveitt ræktunarárangurinn stofnsins sem best þrátt fyrir ræktun riðuþols. En það ætti að vera markmið að losna við öll gulu flöggin í framtíðinni.

Smá bending í þessu samhengi: „blátt“ (N138) er talsvert betra en „gult“! Aldrei hefur fundist riða í „græn-bláum“ eða „blá-bláum“ (N138/N138) grip! Meira um það hér.