Eldri arfgerðagreiningar (bara 2 eða 3 sæti)

Eftir að ESB ákvað að sætin 136, 154 og 171 dugi til að finna bæði næmustu gripina (með V136 = VRQ og svo villigerðina ARQ) og gripina með mjög mikla mótstöðu (með R171 = ARR), hafa eingöngu 3 sæti verið greind í þessum gripum, ódýr staðalaðferð var þróuð sem kom í staðinn fyrir dýra raðgreiningu. Á Íslandi var gengið eitt skref lengra – um 2004 var ákveðið að R171 (ARR) sé ekki til og það þyrfti því ekki að greina nema 2 sæti, nefnilega 136 og 154.

Eldri arfgerðagreiningar segja því ekki alla sögu – það vantar mikilvæg sæti í þessum tveggja- eða þriggja-sæta-greiningum og á bak við þetta getur leynst ýmislegt spennandi, nánar tiltekið þessir breytileikar (á Íslandi):

Arfgerðir í gömlum hrútaskrám (sem finnst hér upp úr 2004/05 til niðurhals) þarf því að taka með fyrirvara. Það var reynt að raðgreina alla sæðingahrúta sem DNA var til úr, en því miður reyndist DNAið í mörgum tilfellum ekki nógu gott til þess. Hér (neðst á síðunni) finnst yfirlit yfir stöðu þekkingar 2022 varðandi þessa hrúta.

Um þessa eldri greininga sjá líka Spurt & svarað, spurningu 4.