ESB: reglugerðir varðandi riðu
Þrátt fyrir að Íslandi innleiddi formlega viðkomandi ESB-reglugerð 999/2001 strax sama ár, var munurinn talsverður og er enn í dag. Helsti munur miðað við stöðuna í dag:
- „option 3“ leyfir yfirvöldum í ESB-löndum að sleppa öllum niðurskurði, óháð arfgerð, undir sérstökum kringumstæðum
- engin varnarhólf eru til í ESB-löndum og engar flutningsreglur innanlands, nema um riðubúið sjálft sé að ræða
- hins vegar er eingöngu ARR tekið til greina þar sem verndandi arfgerð í sauðfé (en út af option 3 er það tæknilega ekkert mál)
Meira hér:
Þegar það kemur upp riða í ESB
Fyrirlestur: Hvernig þróaðist lagaumhverfið í ESB –
hvernig fór val „verndandi breytileika“ fram – hver er staðan í dag?
Auk þess flutti Angel Ortiz Pelaez, fulltrúi ESB-matvælastofnunarinnar, sumarið 2023 mjög áhugaverðan fyrirlestur um þróun þessara laga/reglugerða og hvernig þau eru notuð í mismunandi ESB-löndum í dag.
Sérstaklega spennandi: Dæmigerðar „rannsóknartegundir“ til að meta næmi breytileika – og úr hverjum þeirra lágu niðurstöður fyrir, þegar ARR og talsvert seinna geita-breytileikarnir D146, S146 og K222 voru skilgreindar sem verndandi (01:01:57, sjá slóðina fyrir neðan)? Hér er skjámynd – best að stækka myndina aðeins á skjánum – eða bara fara inn í fyrirlesturinn sjálfan!
Tvennt áhugavert:
- Það var ekki ýkja mikið til af rannsóknarniðurstöðum um ARR á sínum tíma, en samt var ákveðið að prófa þessa leið – reyna að byggja upp þolinn stofn með því að nota þennan breytileika.
- Samkvæmt Angel er óhætt að velja breytileika þar sem riða hefur aldrei fundist í arfhreinum gripum og nota hann – til að fá reynslu á honum. Þá þarf að bregða við ef reynslan sýnir að þol hans er ekki nógu gott.
Ýmsar spurningar komu upp og umræðan er ekki síður áhugaverð. Þess vegna borgar sig að horfa á þessar upptökur hér (á ensku ásamt íslenskri þýðingu).