Fleiri fróðleikur í kringum búskap

Erlend kúakyn – bjargvættur íslenskra kúabænda?

Fundur frá 7.1.2025 með ýmis erindi í kringum vandmeðfarið mál. Hér eru upptökurnar aðgengilegar:

https://youtu.be/gJp8Sutfbao

Erindi fluttu:

00:02:47 Ólafur Dýrmundsson, sem þarf varla að kynna:
Veikleikar hagkvæmisskýrslunnar draga talsvert úr notagildi hennar: mikilvæga kostnaðarliði vantar, 30 ára gamall gagnagrunnur varðandi átgetu o.fl.; grundvallar-vangaveltur

00:22:15 Holger Thoms, stórgripadýralæknir í Þýskalandi:
þróun og staða mjólkurframleiðslu í Þýskalandi; bústjórn og fóðrun sem lykilatriði fyrir háa nyt; mjög há nyt oftast tengd við háa tíðni sjúkdóma

00:59:20 Egill Gautason, erfðafræðingur:
íslenska kýrin er alfrábrugðin öllum hinum kynjum; minna skyldleikaræktuð en Holstein kýr; erfðaefnið hennar hentar mjög vel í erfðamengjaspá (hraðar ræktunarframfarir) – ólíkt NRF; innblöndun erlendra kynja (þótt í litlum mæli sé) myndi eyðileggja þessa kosti

01:07:24 Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk:
mörg og alvarleg vandamál í erfðaefni íslenska kúakynsins hamlar íslenskar kúabændur í dag; innflutningur NRF-kúa leysir öll vandamálin; verndun íslenska kynsins mikilvæg – innflutningur hefur ekki áhrif á hana; innflutningsbann skerðir einstaklingsfrelsi

01:32:48 Jón Elvar Hjörleifsson, Hrafnagili:
fyrirmyndar-júgurgerð og -spenar innan örfárra ára – ef ræktað er markvisst; notkun heimanauta mikilvæg á meðan sæðisnaut bjóða ekki upp á slíka eiginleika (hann sýnir margar lýsandi júgurmyndir)

01:38:25 Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, Stakkhamri 2:
erfðamengisúrval (ásamt kyngreindu sæði) hraðar framför – óreynd naut úr sögu; vandamál víða: kúabændur hafa lítinn áhuga á markvissu nautavali; gott gróffóður lykilatriði fyrir allt hitt – þróum og lögum búskaparhætti okkar; þetta tvennt leysir vandamálin án aðkomu erlends kúakyns

01:48:45 ýmis umræða

02:15:23 hluti af umræðunni: Björgvin á Núpi um ástæður fyrir háa nyt á sínu búi (fóðuröflun og bústjórn – nyt rýkur upp hjá aðkeyptum kúm)

02:24:00 Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð:
ESB-mjólkurverð er 70 kr; hærri nyt nýtist ekki ef núverandi verðlags- eða stuðningskerfið breytist; tvískipt kerfi (ísl. og innflutt samhliða) mjög dýrt; serstaða íslensku kúnnar aðalrök til að fá „sérmeðhöndlun“/stuðning; að krefjast mjög ódýrra matvæla er að krefjast verksmiðjubúskapar

Spurningar og umræða einnig eftir hvert erindi.

Mögulega verður fljótlega boðið upp á fundaröð með áherslu á „nyt“, „júgur og spenar“, „kálfadauði“ og „samkeppnishæfni, verðlag og afkoma bænda“. Tilkynning mun fara fram á facebook og hér á þessari síðu.