Gripaflutningar, -kaup, -sala

Í hólfum þar sem riða hefur ekki greinst í meira en 20 ár (eða bara aldrei), má flytja sauðfé á milli hjarða að vild, alveg sama hvort um lömb eða fullorðnar kindur er að ræða – innan hólfsins. Fyrir eftirfarandi flutninga þarf hins vegar leyfi frá MAST:

a) flutningar í/frá öllum hinum hólfum

b) flutningar yfir varnarlínur

Reglurnar hvaða gripi megi almennt flytja hafa verið breytilegar síðustu árin. MAST birtir nýjustu reglurnar alltaf á heimasíðunni sinni, núverandi útgáfan (staða: 4.8.2024) finnst hér (smella; en: sjá líka athugasemdina mína varðandi T137/ARQ hérna aðeins neðar!). Ef slóðin skyldi breytast, þarf að fara inn á www.mast.is -> bændur -> sauðfé og geitur -> flutningar og sjúkdómavarnir

Hólf, þar sem riða hefur komið upp síðustu 7 árin, eru núna skilgreind sem áhættuhólf – í rauninni öll hólfin á Norðurlandi vestra:

  • Miðfjarðarhólf (engin garnaveiki)
  • Vatnsneshólf (garnaveiki)
  • Húna- og Skagahólf (garnaveiki)
  • Tröllaskagahólf (garnaveiki)

Athugasemd KE: Í landsáætluninni, bls. 24 um „önnur bú í áhættuhólfum“ kemur fram að „MAST [er]heimilt að veita undanþágu til flutnings T137/x“ (þ.e. T137/ARQ í þessu tilfelli) líka í áhættuhólfum.

Ekki má flytja úr hólfum/svæði þar sem það þarf að bólusetja gegn garnaveiki yfir í hólf/svæði þar sem engin bólusetningarskylda er; meira um það hér:

Reglugerð varðandi garnaveiki (ath: til að sjá breytingar á reglugerðum, þarf að skoða tenglana efst á síðunni – textinn á meginsíðunni einn og sér er úreltur!)

Bólusetningarskylda – listi yfir svæðin (neðst í greininni)

Arfgerðir ráða öllu; umsóknir

Ólíkt því sem var áður, ræða arfgerðir nuna öllu þegar um flutning líflamba er að ræða – einnig þegar lömbin koma úr líflambasölusvæðum (þar sem aldrei hefur komið upp riða; en næmir gripir geta auðvitað veikst þegar þeir koma inn í smitað umhverfi). Flutningur fullorðna gripa á milli hjarða er eins og áður bannaður í öllum hólfum þar sem riða hefur komið upp síðustu 20 árin – óháð arfgerð.

Til að fá leyfi, þarf að sækja um hjá MAST – bæði bóndinn sem ætlar að selja (eða gefa) og bóndinn sem ætlar að kaupa (eða þiggja). Hvernig það er gert, er lýst hér.