Hvaða arfgerðir eru „söluvara“?

Þetta fer eftir hólfi – bæði hólfi seljandans og hólfi kaupandans.

Í stuttu máli má selja eftirfarandi arfgerðir eins og hér segir (staða: september 2024 – með fyrirvara um villur):

  • innan líflambasölusvæða (Snæfellsneshólfi, Vestfjarðarhólfi eystra, Norðausturhólfi (norðurhluta) og Öræfahólfi):
    • allar arfgerðir (líka með VRQ = V136).
  • innan hólfa þar sem riða hefur komið upp fyrir meira en 20 árum:
    • allar arfgerðir nema með VRQ.
      Athugasemd KE: Það hefur þónokkrum sinnum komið upp riða aftur á sama bæ eftir meira en 20 ára „riðupásu“; ég mæli þess vegna með að vera á varðbergi í þessum hólfum og reyna sem mest að sneiða framhjá VRQ/VRQ-, VRQ/ARQ- og ARQ/ARQ-gripum.
  • úr líflambasölusvæðum inn í önnur hólf:
    • allar arfgerðir nema með VRQ; MAST mælir ekki með að flytja lömb með arfgerðina ARQ/ARQ inn á riðusvæði.
  • innan „8-til-20-ár-riðuhólfa“ eða á milli þeirra eða inn í „7-ár-riðuhólf“:
    • allt með R171 = ARR (nema með VRQ)
    • allt með T137 (nema með VRQ)
    • C151/C151
    • H154/H154 = AHQ/AHQ
    • C151/H154 = C151/AHQ
  • innan „7-ár-riðuhólfa“ (áhættuhólfa) eða á milli þeirra*:
    • allt með R171 = ARR (nema með VRQ)
    • allt með T137 (nema með N138, ARQ eða VRQ)
    • T137/ARQ og T137/N138 – en til þess þarf sérstaka undanþágu, sjá hér
    • C151/C151
    • H154/H154 = AHQ/AHQ
    • C151/H154 = C151/AHQ
    • *Ath: Fyrir „riðubæi“ og „áhættubæi“ (sjá bls. 20/21 í Landsáætlun) gilda sérstakar reglur!

Ath: Allir flutningar eru leyfisskyldir nema innan líflambasölusvæða og innan hólfa þar sem riða hefur komið upp fyrir meira en 20 árum. Meira um það hér.