Hvert sendir þú sýnin?

Tekið er við sýnum (hylkjum) á tveimur starfsstöðum RML, annaðhvort með pósti eða þú ferð með sýnin sjálf/ur (sem er öruggasta leiðin).

Ath.: Þú mátt skipta sýnunum upp – senda t.d. einhvern hluta um miðjan maí, svo næsta pakkann um miðjan júní og restina eftir réttir. Það er meira að segja betra til að dreifa álaginu hjá greiningaraðilanum betur – og þú færð mikilvægustu niðurstöðurnar fyrr.

  • Bændur á Norður- og Vesturlandi senda á:
    RML
    Hvanneyrargötu 3
    311 Borgarnes
  • Bændur á Suður- og Austurlandi senda á:
    RML
    Höfðabakka 9, 4.hæð
    110 Reykjavík

Þú sendir sýnin með pósti eða – öruggasta leiðin – kemur þeim sjálf/ur á staðinn. Til að kanna opnunartímann í hvert skiptið, er best að hringja í 516 5000 – sérstaklega ef þú vilt koma við í maí, júlí eða ágúst.

Það má geyma sýnin við stofuhita, bara forðast mikinn hita (beint sólskín, ofn o.s.frv.).