Tvö Íslandskort: riðutilfelli samkv. MAST og Sigurði Sigurðarsyni
Á MAST-heimasíðu finnst kortasjá með ýmsar áhugaverðar upplýsingar, m. a. öll riðutilfelli síðan 1957, sem voru formlega staðfest (með heilasýni). Þú ýtir á þessa slóð og þá á „Sjúkdómar“ og hakar við „Riða“. (Ef það sést ekkert samt, er kortasjáin dottin úr sambandi; best að senda tölvupóst á mast[hjá]mast.is og láta vita.)
- Litur punktanna fer eftir því hversu langt síðan er að riðan kom upp á viðkomandi búi.
- Ef þú smellir á ákveðinn punkt, opnast lítill gluggi með bæjarnafnið og árstölu hvenær riða var greint þar.
- Greinarmunur á hefðbundinni smitandi riðu og Nor98/atýpiskri riðu (sem er ekki smitsjúkdómur) var yfirleitt ekki gerður fyrr en við tilfelli upp úr 2004 – því er ekki útilokað að sum eldri tilfelli á kortinu voru í rauninni Nor98, en ekki hefðbundin smitandi riða.
Á kortinu vantar nokkur riðutilfelli sem Sigurður Sigurðarson nefnir 1981 í viðtali í blaðinu Frey, 5. tölublaði (ýta til að sjá það sem heild) – ég vitni beint í Sigurð:
- Innri-Akraneshreppur: „Á Akranesi kom riðuveikin upp hjá tveimur fjáreigendum nokkru eftir fjárskiptin (1958). Síðan barst hún frá þeim hjörðum á einn bæ í Innri-Akraneshreppi. “
- Fornihvammur: „Í Fornahvammi í Mýrasýslu fannst riðuveiki um nokkurt skeið eftir fjárskiptin og olli talsverðum vanhöldum. Veikin hafði borist með fjárskiptalömbum norðan úr Vatnsdal. Fénu mun hafa verið eytt flestu á endanum og riðuveikin hvarf.“
- Rípurhreppur (Hegranes): „[…] fannst hún í Rípurhreppi fyrir 15 árum eða svo [um 1965]. Skömmu síðar var lógað þar öllu fé vegna garnaveikinnar. Eftir það hefur riðuveiki ekki orðið vart í Rípurhreppi svo kunnugt hafi orðið.“
- Árskógshreppur: „Í Árskógshreppi og Svarfaðardal vestan ár og á Dalvík hefur veikin gert usla um langt skeið, þó minna síðustu árin á Árskógsströnd.“ Viðbót KE: En aldrei hefur komið upp riða á Stóru-Hámundarstöðum samkv. Snorra Snorrasonar, Krossum.
- Svalbarðsströnd: „Riðuveiki var vel þekkt við Eyjafjörð, fannst á Svalbarðsströnd, einum bæ. Þar var öllu fé lógað vegna þessarar veiki en ekki vitað til að hún hafi komið í nýtt fé.“
- Hveragerði: „Í Reykjavík og nágrenni var riðuveiki um skeið og fór sífellt fjölgandi sýktum hjörðum. Tjónið var ekki mikið, enda hjarðirnar flestar litlar. Dreifing varð fyrst og fremst með sölufénaði og öðrum fjárflutningum til Kópavogs, Vatnsleysustrandar, Ölfushrepps, Hveragerðis og Grafnings.“
Viðtalið er mjög áhugavert fyrir alla sem eru að spá í útbreiðslusögu riðu; þarna kemur líka fram kort yfir riðutilfelli (ýta hér til að sjá það í blaðinu sjálfu), staða okt. 1980 – samt vantar t.d. Fornahvamm á kortinu:
