Mikilvæg orð – á íslensku og á ensku

Skáletrað: sjá annar staðar hér í töflunni
blátt letur: slóð að ýtarlegum texta, bara smella á hana

Agrobiogenlítið fyrirtæki í sveit í Þýskalandi sem sérhæfir sig í alls konar arfgerðargreiningum á búfé; þróaði m.a. 6-sæta-greiningaraðferð fyrir íslenskar þarfir; arfgerðargreindi um 30.000 íslensk sýni á meðan RML-arfgerðargreiningarátakið stóð yfir
AHQsjá hér
arfgerðhér er átt við arfgerð príonpróteinsins varðandi næmi fyrir riðusmiti: t.d. ARQ/ARQ, T137/AHQ – sjá hér
arfgerðargreininghér: aðferð til að finna út hvort gripurinn er t.d. með ARR/ARQ, N138/AHQ eða VRQ/VRQ – þ.e. erfðaefnið er greint, oftast úr lifandi grip; meira um það hér; eitthvað allt annað er hins vegar sjúkdómsgreining: hvort gripur er með riðu (sjá riðugreining)
ARHbreytileiki sem finnst að öllum líkindum ekki á Íslandi
ARQsjá hér
ARRsjá hér
atýpisk riðaatypical scrapie (AS) á ensku, heilahrörnun sem smitast að öllum líkindum ekki á milli kinda, líka kölluð Nor98, sjá líka hér
áhættuarfgerðfram á þennan dag er allt með V136 (= VRQ) kallað áhættuarfgerð sem byggir á næmiskerfi sem var þróað í Englandi; í dag er samt vitað að það fer eftir riðustofni, hvort ARQ eða VRQ er næmara – þess vegna er ARQ/ARQ í rauninni líka áhættuarfgerð, sjá líka hér (um VRQ) og hér (um ARQ)
blátt flaggí Fjárvís – lítið næmur breytileiki (sjá lítið næmt)
breytileikivariant eða polymorphism á ensku – hér er átt við mismunandi „útgáfur“ príonpróteinsins, eftir því hvaða amínósýra er að finna þar; sjá líka hér
C151sjá hér
dökkgrænt flaggí Fjárvís – verndandi breytileiki (sjá verndandi)
Elisahér: fyrsta prófið til að greina riðu (sjúkdómsgreining); til að finna út hvort um hefðbundna riðu (sjá þar) eða atýpiska riðu (sjá þar) er að ræða, þarf að framkvæma annað próf sem heitir Western Blot eða WB (sjá þar); sjá annars líka hér
flaggef slíkar upplýsingar liggja fyrir, er breytileiki genasamsætanna hvers grips í Fjárvís sýndur sem flagg; flöggin eru dökkgræn, ljósgræn, blá, gul eða rauð (sjá þar)
genasamsætahér er átt við genasamsætu príonpróteinsins varðandi næmi fyrir riðusmiti; genasamsætur koma fyrir í ólíkum breytileikum (sjá þar) sem eru táknaðir t.d. sem ARQ eða AHQ; hver og ein kind ber tvær genasamsætur; sjá líka hér
gult flaggí Fjárvís – villigerðin ARQ sem er næm eða mjög næm fyrir riðu (sjá líka hér)
hefðbundin riðaclassical scrapie (CS) á ensku, smitandi heilahrörnun – það sem venjulega er átt við ef talað er um „riðu“
hylkihér: sýnatökuhylki úr plasti (af gerðinni „Typifix“), oftast hvítt, bleikt eða ljósgrænt – nærri eina sýnatökuaðferðin á sauðfé á Íslandi í dag; með töng er tekinn lítill vefjabútur úr eyranu sem dettur í þetta hylki sem inniheldur þurrkunarefni, þannig að sýnið geymist við stofuhita í langan tíma, sjá líka hér
Íslensk erfðagreiningupphaflega íslenskt fyrirtæki, í dag „útibú“ alþjóðlegu samsteypunnar Decode í Reykjavík; hefur síðan haustið 2023 arfgerðargreint svo gott sem öll sauðfjársýni á Íslandi
lítið næmttalsvert minni líkur á að gripur með þennan breytileika smitast af riðu – í samanburði við næmu villigerðina ARQ/ARQ; blátt flagg í Fjárvís; í dag (ágúst 2024) N138; ath: fyrir stuttu síðan var H154 (= AHQ) kallað lítið næmt! Það er úrelt! Sjá mögulega verndandi
ljósgrænt flaggí Fjárvís – mögulega verndandi breytileiki (sjá mögulega verndandi)
marktæktmikilvæg „einkunn“ í tölfræði.
Ef einhver niðurstaða er ekki marktæk, þá þýðir það alls ekki að hún sé röng. Maður veit bara ekki hvort hún sé tilviljun. Tölfræðilega marktækt þýðir að viðkomandi niðurstaða er mjög líklega ekki bara tilviljun; oftast eru 95% notuð sem viðmið, þ.e. líkurnar eru 95% að þessi niðurstaða er ekki tilviljun – í stuttu máli: að þessi niðurstaða er mjög líklega rétt.
Dæmi: 14 riðuhjarðir, samtals 3989 gripir, þar af 327 riðujákvæðir. 73 eru með C151/ARQ – enginn þeirra er jákvæður. Er þetta bara tilviljun? Nei – mjög líklega ekki, nefnilega eru líkurnar 98,65% að þetta er ekki tilviljun. Hvernig veit ég það? Með Chi-Quadrat-prófið er hægt að reikna út að p = 0,0135, þ.e. líkurnar eru ekki nema 1,35% að þetta er tilviljun – eða öfugt: 100% mínus 1,35% = 98,65% öryggi að niðurstaðan er ekki tilviljun og þar með marktæk. 95% öryggi þýðir að p verður að vera 0,05 eða minna til að tala um marktækar niðurstöður.
MASTMatvælastofnun; stofnun sem sér um heilsueftirlit búfjár; gefur út söluleyfi og kaupaleyfi og önnur leyfi til að flytja sauðfé eða geitur; er með umsjón fyrir riðuskimun
Matísvar lengi vel eina rannsóknarstofan á Íslandi sem bauð upp á raðgreiningar og arfgerðargreiningar fyrir sauðfé (og annað búfé); arfgerðagreindi fyrir 2022 öll sauðfjársýni
mögulega verndandií opinberum textum notað á breytileika eða arfgerðir sem eru ekki (enn) viðurkenndar sem verndandi fyrir riðu – á alþjóðlegu sviði eða a.m.k. á Íslandi, en þar sem margt bendir til þess að svo sé (samt mismikið – staða þekkingar um breytileikana er mjög ólík); í dag (ágúst 2024) T137, C151 og H154 (=AHQ) – sjá þar
Nor98sjá atýpisk riða
næmtsmitast auðveldlega af riðu; í opinberum textum á Íslandi (staða: ágúst 2024) eru einnig N138/ARQ og N138/N138 flokkuð sem „næm“ þótt N138/ARQ sé marktækt 3 til 10 sinnum minna næmt en ARQ/ARQ og N138/N138 hafi aldrei fundist í riðujákvæðri kind; sjá líka upplýsingarsíðuna um N138
príonpróteinlíka kallað prpn; kemur fyrir í langflestum spendýrum og er eðlilegur hlutur líkamans; próteinið er táknað í heilbriðgu formi PrPc, en getur aflagast og veldur þá sjúkdóminn riðu; þetta aflagaða og smitandi príonprótein kallast PrPsc
PrPcsjá príonprótein
prpnpríonprótein (sjá þar)
PrPscsjá príonprótein
rautt flaggí Fjárvís – V136 (= VRQ) sem er næmt eða mjög næmt fyrir riðu (sjá líka hér)
riðugreiningaðferð til að finna út hvort gripurinn er riðuveikur, oftast úr dauðum grip – meira um það hér; eitthvað allt annað er hins vegar arfgerðargreining, sjá hér fyrir ofan
riðuskimunlögboðin riðuskimun – það er skylda að taka úr 10% allra fullorðna kinda sem er slátrað á hverju ári, sjá líka hér
riðustofnmeð tímanum hafa þróast ólíkir riðustofnar – eins og við marga aðra smitsjúkdóma; sumir stofnar leggjast sérstaklega á VRQ/VRQ eða VRQ/ARQ, aðrir meira á ARQ/ARQ; riðustofnar eru í stöðugri þróun og aðlögun, þess vegna er fjölbreytileiki innan þolnu arfgerðanna mikilvægur til að minnka líkurnar að riðustofn aðlagast að þessum þolnu arfgerðum; nákvæm stofngreining er tímafrek, sjá líka hér
RMLRáðgjafamiðstöð landbúnaðarins; með umsjón fyrir arfgerðagreiningu; veitir ráðgjöf varðandi allt sem varðar ræktun þolna arfgerða (og varðandi allt mögulegt annað) og skráningu þeirra í Fjárvís, sjá líka hér
sætihér er átt við sæti í príonpróteininu – sem samanstendur úr fjölda amínósýra í röð, í sætum sem eru merkt við númer – t.d. sæti 137; sjá líka hér
T137sjá hér
verndandií opinberum textum notað fyrir arfgerðir sem eru viðurkenndar sem ónæmar fyrir riðu – á alþjóðlegu sviði eða a.m.k. á Íslandi; í dag (ágúst 2024) eingöngu R171 (= ARR); ath: Áður fyrr var H154 (= AHQ) í mörg ár kallað verndandi! Það er úrelt – sjá mögulega verndandi
VRQsjá hér
VRRmjög sjaldgæfur breytileiki (2 stökkbreytingar í sömu genasamsætu sem er algjör undantekning), hefur aldrei fundist hér á landi
Western Bloteða WB; hér: nákvæma aðferð til greina riðu (sjúkdómsgreining) og sérstaklega hvort um hefðbundna eða atýpiska riðu er að ræða (sjá þar); sjá annars líka hér
þolinnbreytileiki eða arfgerð sem býr yfir mikla mótstöðu gegn riðu („protective“ á ensku)

Langflestar vísindagreinar um riðu og skýrslur alþjóðlega riðusérfræðingahópsins eru á ensku. Til að auðvelda lestur þeirra, fylgja hér þýðingar nokkurra ómissandi orða:

allele, haplotype = (gena)samsæta
amplify = umbreytast, „smitast“ (í PMCA-prófum)
codon = sæti
genotype = arfgerð
polymorphism = breytileiki
variant = breytileiki
protective = verndandi
susceptible = næmt
prevalence = hlutfall sýktra gripa í hjörðinni
significant = marktækt (tölfræðilega), þ.e. niðurstaðan er ekki tilviljun (með 95% öryggi)
lymph nodes = eitlar
tissue = vefur (úr líkamanum)
oral = í gegnum munninn
classical scrapie = (hefðbundin, smitandi) riða, þ.e. ekki Nor98/atýpisk riða
(scrapie) strain = riðustofn
isolate = smitefni
dilution = þynning
Western Blot = aðferð til að greina riðu -> mynd með bandamynstur („band pattern“)