N138 („hreindýragenið“)

Það helsta: N138 er talsvert minna næmt en ARQ eða VRQ. Líkurnar að gripur með N138/ARQ veikist af riðu eru fjórum til tíu sinnum minni en við grip með ARQ/ARQ (tölfræðilega hámarktækt). N138 einn og sér er ekki eins þolið og „grænu“ breytileikarnir, en er samt miklu betra en „gult“ eða „rautt“; breytileikinn virkar auk þess mjög vel í samsetningum við græna breytileika og er þar líka miklu betra en ARQ.

Breytileikinn er með N (asparagín) í staðinn fyrir s (serín) í sætinu 138.

Hann hefur fundist í nokkrum blendingskynjum í Noregi, í Brasílíu og í Tékklandi; í viðkomandi vísindagreinunum eru allar kindur með N138 riðuneikvæðar, en oftast er ekki um mikinn gripafjölda að ræða. Hann finnst líka í kanadískum hreindýrum og er greinilega með mótstöðu gegn hreindýrariðu þar (chronic wasting disease, CWD, grein finnst hér). Þess vegna kalla sumir N138 „hreindýragenið“.

Eins og ég veit best, eru eftirfarandi rannsóknir til sem fjalla sérstaklega um N138:

  1. Lífefnafræðilegur samanburður N138, C151 og ARQ á Keldum: þar voru ARQ og N138 svo gott sem eins, á meðan C151 sýndi mun; meira um þetta hér.
  2. Á bæjum með mikla smitpressu úr umhverfinu, þar sem samt aldrei hefur komið upp riða eða riða hvarf án niðurskurðar, virðast N138 og H154 (AHQ) algengara en á öðrum bæjum, að hluta til talsvert algengara. Dæmi: Kárdalstunga, Glaumbær, Víðimýrarsel, Sólbakki.
  3. Umfangsmikil samanburðarrannsókn á 14 íslenskum riðuhjörðum – hámarktækar tölur sýndu að líkurnar að smitast af riðu eru 4 til 10 sinnum minni fyrir N138/ARQ-grip en fyrir ARQ/ARQ-grip.
  4. PMCA-næmispróf með 13 íslenskum smitefnum staðfesti, að næmi arfgerðanna N138/ARQ og N138/N138 er talsvert minni en arfgerðanna ARQ/ARQ og VRQ/VRQ. Arfgerðin N138/H154 (AHQ) sýndi meira að segja fullkomna vörn og kom betur út en ARR/ARQ.
  5. Heila- og eitlasýni riðugreind og arfgerðir bornar saman í 50-kinda-riðuhjörð á Brúsastöðum/Snæringsstöðum (Vatnsdal). Vísindagrein birtist 2008; á þeim tíma voru ekki tengdar saman upplýsingar úr greiningum og arfgerðum umfram sætin 136/154/171 og 151; það var bara vitað að 58% kindanna var með N138 sem er óvenjuhátt, en bara ein kind með N138 sýndi einkenni og var jákvæð í heilanum. 2023 voru sýnin endurskoðuð m.t.t. N138. Þar kom í ljós að eitlarnir úr talsvert mörgum kindum með N138/ARQ og N138/VRQ voru jákvæðir, en arfhreinu kindurnar tvær (N138/N138) voru neikvæðar líka í eitlunum – sjá töfluna (gögn/úrvinnsla: Stefanía Þorgeirsdóttir, Keldum).
    Í þessari hjörð virtist N138, allavega í arfblendnu formi, ekki búa yfir neinni vörn í samanburði við villigerðina ARQ/ARQ – en þessar tölur eru ekki marktækar, þ.e. þær geta verið tilviljun. Mjög lítil gögn eru til úr eitlum (sem verða yfirleitt jákvæðir fyrr en heilinn, sjá hér) úr gömlum riðuhjörðum; ein hjörð er í vinnslu núna. Í framtíðinni verða alltaf tekin eitlasýni úr öllum gripum í riðuhjörðum, sem eru skornir niður (og N138 er alltaf skorið niður, ef ekkert „grænt“ er á móti) – væntanlega verður þá hægt að finna þetta betur út.
    En nú þegar er komið í ljós að N138 býr ekki yfir sama eiginleikanum og ARR, að eitlarnir eru alltaf neikvæðir þótt gripurinn veikist (bara í heilanum þá). Þetta er mikilvægt m.t.t. smithættu frá jákvæðum gripum, sem er engin ef eitlarnir eru neikvæðir.
Arfgerðjákvætt% jákvæðraneikvætt% neikvæðrasamtalssamtals %
ARQ/ARQ74113422042
N138/ARQ95316522552
N138/VRQ160012
N138/N138002624
samtals171003110048100