Smittilraunir með T137-músum

Stundum getur það verið mjög gagnlegt að geta erfðabreytt skepnum – í þessu tilfelli mýs, sem eru með nákvæmlega eins príonprótein og arfhreinar T137-kindur (T137/T137)! Þótt T137 hafi ekki verið í umræðu nema á Ítalíu, voru „af tilviljun“ til T137-músalínur á landbúnaðartækni- og matvælarannsóknarstofunni ríkisins í Madrid.

Juan Carlos Espinosa, sem hefur stundað rannsóknir á príonpróteininu í áratugi, stjórnar verkefninu, sem felst í eftirfarandi skrefum:

  • rækta upp nokkrar ræktunarlínur út af fimm „ættmæðrum/-feðrum“
  • framkvæma ýmis próf til að finna bestu línuna fyrir smittilraunina
  • þessi próf snúast aðallega um að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi og fjölgun samkvæmt Mendelskum erfðum, ekki síst þarf príonpróteinið í heilanum að virka á eðlilegan hátt (og alveg eins og í sauðfé)
  • smita þá þessar T137/T137-mýs með ólíkum íslenskum smitefnum
  • riðugreina mýs á mismunandi aldri, til elstu mýsnar deyja í besta falli úr elli

Við vonum auðvitað, að allar mýs verði riðuneikvæðar alltaf! Því miður tekur þetta ferli nokkur ár, þannig að niðurstöður eru ekki væntanlegar fyrr en um 2027 ef allt gengur samkvæmt óskum.

Verkefnið er fjármagnað úr ESB-sjóði ICRAD. Því miður eru ekki til peningar til að þróa mýs með C151 og N138. Auk þess er tæknilega ekki raunhæft að búa til arfblendnar mýs, því þessar erfðabreyttu skepnur eru viðkvæmar fyrir truflanir ef það snýst um fjölgun. Þess vegna er ekki hægt að byggja upp eftirlíkingu íslenska sauðfjárstofnsins með alls konar arfgerðir, sem hefði verið freistandi. En smittilraun með raunverulegum kindum væri greinilega einfaldari og ekki endilega tímafrekari en tilraun með erfðabreyttum músum.

Júan Carlos kynnti verkefnið á ensku á fjárfundi sumarið 2023 – sjá hér, 01:13:44.