V136 (VRQ) – oft mjög næmt

Breytileikinn V136 er með valín (V) í staðinn fyrir alanín (A) í sætinu 136, þess vegna er hægt að nota skammstöfun VRQ.

Þessi breytileiki er næmur fyrir riðusmiti og í mörgum tilfellum enn næmari en villigerðin ARQ. Alveg frá upphafi hafa þess vegna arfgerðirnar VRQ/VRQ og VRQ/ARQ verið kallaðar „áhættuarfgerð“ og meira að segja áður en „ræktunarstefnan“ var tekin upp í riðumálum, var opinbert markmið að minnka tíðni breytileikans í stofninum, meira að segja að útrýma honum alveg. Samt voru fram á 2007 hrútar með VRQ/ARQ á sæðingastöðvunum og sumir þeirra mjög vinsælir, sérstaklega Lækur 97-843.

Einnig ESB-flokkunarkerfið gerir ráð fyrir því að VRQ sé „verst“ – en það byggir á tölum frá Englandi. En í ljós kom að það fer eftir riðustofni, hvort VRQ eða ARQ er næmara. Ítarlegar upplýsingar finnast hér og ég mæli eindregið með því að lesa þær til að fá raunverulega mynd um þennan breytileika.

Athugasemd KE: Í dag eru allar arfgerðir, sem innihalda VRQ, flokkaðir sem „áhættuarfgerð“ – þótt það sé grænn breytileiki á móti. En það ætti að hafa í huga að 50% afkvæmanna þess grips verða – alveg eins og við „græn/gula“ arfgerð – með „græna“ arfgerð, þ.e. öll þessi lömb eru alveg eins þolin og lömbin undan öðrum „grænum“ gripum. Ef smitálagið er mjög mikið, gæti auðvitað samt verið vissara að setja „græn-rauðar“ kindur ekki á, en það ætti að skoða málin í hvert skipti fyrir sig. Sérstaklega á líflambasölusvæðum er æskilegt að nota þessa gripi til undaneldis ef þeir búa yfir mikla kosti, á meðan valmöguleikarnir eru enn takmarkaðir – að sjálfsögðu verða þá eingöngu „grænu“ lömbin undan honum sölugripir.