Arfgerðargreining: verð og styrkir

Verðið til bænda er mjög misjafnt og reiknast fyrir hvern og einn grip eins og hér segir (staða: mars 2025):

hylki 300 kr (borgað strax)
plús arfgerðargreining 1300 kr (gert upp seinna)
mínus styrkur (0 kr, 650 kr, 1000 kr eða 1300 kr)
= 300 kr, 600 kr, 950 kr eða 1600 kr samtals

Styrkur Matvælaráðuneytisins til bænda er flokkaður þannig (sjá nánar hér hjá RML):

  • eingöngu arfgerðagreiningar lamba eru styrkhæfar nema á áhættubúum [staða: mars 2025]
  • 1.300 kr ef a.m.k. annað foreldri lambsins eða (nýtt!) lambið sjálft ber ARR (=R171), þ.e. dökkgrænt flagg (nema ef foreldrið er arfhreint) -> lokaverð 300 kr
  • 1.300 kr ef um lambhrút er að ræða sem er settur á – óháð arfgerð hans -> lokaverð 300 kr
  • 650 kr ef a.m.k. annað foreldri lambsins eða (nýtt!) lambið sjálft T137, C151 eða AHQ (=H154), þ.e. ljósgrænt flagg (nema ef foreldrið er arfhreint) -> lokaverð 650 kr
  • 600 kr ef um ær á áhættubúi er að ræða (sjá nánar hér hjá RML) -> lokaverð 600 kr
  • 0 kr ef ekkert af ofantölu á við -> lokaverð 1.600 kr

Ath.:

  • Hvert og eitt hylki er sem sagt strax við pöntun skráð á þann bónda sem pantaði það. Ef Jón bóndi t.d. lætur þetta hylki t.d. til Rúnars nágranna, þarf Jón samt að borga fyrir arfgerðargreiningu þess hylkis þótt Rúnar hafi notað hylkið til að taka sýni úr grip í sinni hjörð. Til að færa hylkið yfir frá Jóni til Rúnars, þarf annar þeirra að senda tölvupóst á netfangið dna [hja] rml.is og útskýra málið. Mögulega verður rukkað gjald fyrir það (best að spyrja fyrirfram).
  • Styrkur varðandi ásetta hrúta miða við gögn í Fjárvís (síðast: 13. desember 2024).
  • Nýtt síðan feb. 2025: Verðið miðar við greiningu í gegnum RML -> Íslenska Erfðagreiningu. Ef arfgerðagreiningin fer fram hjá Agrobiogen, rukkar RML aukagjald til að lesa niðurstöðurnar inn í Fjárvís (tímakaup, 11.000 kr/tímann, en minnst 0,5 tíma).