Meira en bara ARR.

Bylting hefur átt sér stað: Eftir nærri 40 ár skipti MAST haustið 2023 um stefnu í riðumálum – eftir að fyrstu skrefin í þessa átt höfðu verið tekin 2020/21. Riðuþolnar kindur eru ekki lengur skornar niður, í riðuhólfum eru breyttar reglur um gripaflutninga í gildi og nýtt markmið er að útrýma riðu með því að rækta arfgerðir með mótstöðu.

Íslenski sauðfjárstofninn er einstaklega fjölbreyttur – einnig varðandi arfgerðir varðandi riðuþol.

Alþjóðlegir riðusérfræðingar með áratuga reynslu mæla þess vegna með því, að horfa ekki bara á ARR. „Breiðvirkt riðuþol“ virkar best að þeirra mati.

Hvað þýðir það nákvæmlega? Þú finnur allar helstu upplýsingar á þessari heimasíðu, allt samkvæmt stöðu þekkingar. Síðan var uppfært síðast í ágúst 2024.

En líka ef þú vilt einfaldlega einblína á ARR, býður þessi síða upp á ýmis konar sem er til gagns.

Ég er ekki starfsmaður hjá neinni stofnun, þess vegna er þessi heimasíða óformlegt framtak til að auka þekkingu bænda og almennings á öllu, sem tengist ræktun riðuþols. Áður en síðan birtist í fyrsta sinn, gaf ég samt fulltrúum RML, MAST og BÍ kost á að koma með athugasemdir eða breytingaróskir.

Almennt hef ég reynt að lýsa hlutunum á hlutlausan hátt á grunni vísindalegrar þekkingar, sem riðusérfræðingar á alþjóðlegu sviði létu í té – hvort það sé í vísindagreinum, skýrslum, tölvupóstum eða beinu samtali. Ef um persónulegar skoðanir mínar er að ræða, eru þær sérstaklega merktar („Athugasemd KE“).

Af hverju ekki bara að nota eingöngu ARR? Ég mæli með því að lesa þessa grein, sem ég birti í Bændablaðinu í vetur (feb. 2024).

Ertu með ábendingar? Hafðu samband!

Sv = Sveinsstaðir, SH = Stóru-Hámundarstaðir, St = Straumur, L = Litli-Árskógur, S = Syðri-Hagi, E = Engihlíð, M = Möðruvellir, Þ = Þernunes