Ýmsar upplýsingar: reglugerðir, landsáætlun, fyrirlestrar, annar fróðleikur …

Mikilvægt er að taka tillit til árstalna; eldri skýrslur geta eðlilega enn ekki tekið tillit til nýrrar þekkingar.

Facebook-hópar tengdir þolræktun

„Verndandi arfgerðarlömb til sölu í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi“

Reglugerðir

2001-2024 Íslensk reglugerð 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar – stillt þannig að allar breytingar sjást í textanum (sem er nýr og mjög gagnlegur valkostur, þótt greinilega ekki allar breytingar séu merktar!)

2001-2024ESB-reglugerð 999/2001 um riðuveiki; viðauki VII á ensku og þýsku ásamt íslenskri samantekt finnst hér

2024 – Matvælaráðuneytið: Landsáætlun um útrýmingu á riðuveiki

Skýrslur

2006 – Hagþjónusta landbúnaðarins: Skýrsla um kostnað vegna riðu og garnaveiki.

2014ESB-skýrsla um árangurinn 10 ára „riðuaðgerða“

2023 – Alþjóðlegi riðurannsóknarhópurinn (skipuð leiðandi riðusérfræðingum heimsins): ítarleg skýrsla (á ensku) um næmi íslenskra arfgerða; ráðleggingar

2023 – Starfshópur matvælaráðuneytis: „Aðgerðir gegn riðuveiki – ný nálgun […]“. Athugasemd KE: Hópurinn tók eingöngu á takmarkaðan hátt tillit til skýrslunnar alþjóðlega riðurannsóknarhópsins (sjá ofar).

Upptökur af fyrirlestrum og upplýsingarfundum

sept. 2021 – Upplýsingarfundur á Löngumýri (Skagafirði)(allt túlkað)

  • Gesine Lühken um eðli sjúkdómsins, erfðir, geitur og ESB-reglugerðir
  • Karólína E. um raðgreiningarátakið mikla og fyrstu niðurstöður
  • Eyþór Einarsson um hlutverk RML í rannsóknunum

apríl 2022 – Fagfundur sauðfjárræktar (allt túlkað) – ráðstefnu um riðuveiki

  • Vincent Béringue um eðli riðuveiki, aðferðina PMCA-næmisprófa og fyrstu bráðabirgðaniðurstöður
  • Gabriele Vaccari um T137 og brautryðjandi rannsóknir á Ítalíu
  • Fiona Houston um hreindýrariðu og RTQuIC-næmispróf
  • Christine Fast um ólíka riðustofna og Sc-Ice, evrópska rannsóknarverkefnið
  • upptökur 7. apríl, fyrir hádegi:
    0:12:26 Vilhjálmur Svansson um innflutninga erlendra sauðfjárkynja – afleiðingar og áhrif
    0:35:40: Stefanía Þorgeirsdóttir um arfgerðir í príonpróteininu (PrP) í íslensku sauðfé – eldri rannsóknir; fyrstu niðurstöður frá Grænlandi
    0:56:10: Harpa Hrund Hafsteinsdóttir, Ytra-Vallholti um ræktun sauðfjár á riðusvæðum (AHQ)
    1:11:00: Sigurborg Daðadóttir um breyttar áherslur til útrýmingar riðu
    1:33:03: Eyþór Einarsson um ræktun riðuþolna stofna – hver er staðan og hvert skal stefna?
    1:59:05 Ýmsar mjög spennandi spurningar; sem svarendur koma m.a. fram Stefanía Þorgeirsdóttir, Eyþór Einarsson og Sigurborg Daðadóttir
  • upptökur 7. apríl eftir hádegi:
    13:10: Gesine Lühken, háskólinn í Giessen/Þýskalandi: Um fyrirhuguðu samanburðarrannsóknirnar í íslenska sauðfjárstofninum auk tengsla við erlend kyn (SNP Chip Genotyping)
    39:35: Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð: Samantekt fyrirlestranna frá fyrra deginum

apríl 2023 – Fagfundur sauðfjárræktar (allt túlkað)

  • Olusegun O. Olaniyi um erfðatengsl ARR- og T137-gripa við heildarstofninn og erlend kyn
  • Vincent Beringue um PMCA-næmisrannsóknir – hver er staðan

júní 2023 – Alþjóðlegi rannsóknarhópurinn – upplýsingarkvöld í Varmahlíð (á íslensku)

  • Stefanía Þorgeirsdóttir um riðugreiningar og riðurannsóknir á Keldum – fyrr og nú.
  • Romolo Nonno um riðustofna
  • Ben Maddison um sótthreinsun í fjárhúsum á ensku tilraunabúi
  • Vincent Béringue um PMCA-næmisprófin – stöðu rannsóknar
  • Eyþór Einarsson um stöðu arfgerðagreininga, áhrif þeirra á sauðfjárrækt og framtíðarhorfur

ágúst 2023 – Alþjóðlegi rannsóknarhópurinn – upplýsingarfundur á ensku

  • Angel Ortiz Pelaez um þróun ESB-reglugerða og stöðuna í dag (hér er sérmyndband með íslenska þýðingu)
  • Christine Fast um Sc-Ice rannsóknarverkefnið
  • Juan Carlos Espinosa um smittilraunir með T137-músum
  • Jörn Gethmann um fyrirhugaða faraldsfræðilega rannsókn

okt. 2023 – Fræðsluferðin “Ræktun gegn riðu”, fundur á Hvanneyri:

  • Vincent Béringue um lokaniðurstöður næmisprófa
  • Stefanía Þorgeirsdóttir/Karólína E. um niðurstöður samanburðarrannsóknar og ráðleggingar alþjóðlega rannsóknarhópsins
  • Þórdís Þórarinsdóttir/Jón Hjalti Eiríksson um hermilíkan til innleiðingar ARR
  • Eyþór Einarsson um samsetning stofnsins m.t.t. arfgerða

des. 2023 – Karólína E. – Óformlegur fjarfundur um arfgerðir o.m.fl.

apríl 2024 – Fagfundur sauðfjárræktar

  • Eyþór Einarsson um stöðu arfgerðargreiningar og opinbera ræktunarstefnu (01:10:00)
  • Sigurborg Daðadóttir um landsáætlun um útrýmingu á riðuveiki (01:45:53)

Ýmis fróðleikur

upplýsingar um riðu á RML-heimasíðu

Arfgerðir sæðingarhrúta

Sveinn Hallgrímsson: rannsóknarplön 1972 um arfgengi riðu [væntanlegt]