Þriðja ARR-uppspretta fannst!
Í janúar 2022 fannst ARR á Þernunesi í fyrsta sinn Íslandssögunnar – í janúar 2024 bættist ARR í Dölum við – og núna í janúar 2025 fannst þriðja uppsprettan í Skammadal í Mýrdal, og meira að segja er önnur ærin sem fannst þar með ARR botnótt (sjá myndina)! Verður Norðurlandið næst – í janúar 2026 þá?! Allavega mjög ánægjulegar fréttir sem hægt er að lesa hér í Bændablaðinu. (Ég á ekki neinn hlut í þessum nýjasta fundi – bændurnir höfðu samband við Eyþór Einarsson og þá fór allt sinn gang.)
Frábærar fréttir einnig varðandi T137: Nærri samtímis bættist hjörðin Fanneyjar Lárusdóttur á Kirkjubæjarklaustri við sem „uppspretta“. Engin tengsl virðast við Núpsstað, Mörtungu eða Flögu þótt um sama svæði sé að ræða – en rakning er í gangi!