Svarið er ekki einfalt – það fer alveg eftir aðstæðum. En í mörgum tilfellum getur gripurinn nýst mjög vel til að rækta upp þolna hjörð – ef hann lofar góðu varðandi önnur ræktunarmarkmið. Ýttu hér til að lesa meira!
Author: admin
Í Facebook-hópinn „Verdandi arfgerðarlömb til sölu í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi“ er kominn talsverður fjöldi lamba með alls konar spennandi arfgerðir, aðallega R171 (ARR), en líka T137, C151 og H154 (AHQ). Það borgar sig að kíkja við þarna – og auglýsa jafnvel sjálf/ur lömb til sölu eða óska eftir ákveðnum breytileikum/ættum/litum. Þótt umsóknarfresturinn fyrir…
Frestur til að sækja um söluleyfi rann út 1. júlí, en eyðublaðið 2.11 varðandi líflambasölusvæði er samt aðgengilegt – það er hægt að nota það líka á öðrum svæðum (láta koma fram í reitnum „athugasemdir“, hvaða arfgerðir þú vilt selja). Sama með kaupaleyfi (frestur til 20. ágúst). Venjulega er það eyðublaðið 2.45 fyrir utan líflambasölusvæða,…
Ef þú ert í Tröllaskaga-, Húna- og Skaga-, Vatnsnes- eða Miðfjarðarhólfi, er líklegt að söluleyfið þitt innihaldi ekki T137/ARQ, heldur eingöngu „grænar“ samsetningar (MV/V eða MV/MV). Ef svo er, sæktu bara um aftur – sama ferli og áður, en með viðbót, sem er lýst hér. Ath.: Til að takmarka smithættu, ætti ekki að taka til…