Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.

T137 loksins fundið „aftur“ í Skaftárfellssýslu!

Rétt fyrir jól hvatti ég bændur hér á síðunni og á Facebook að athuga ættir T137-gripanna sinna – hvort þeir séu kannski ótengdir þekktu uppsprettunum í dag. Og viti menn, á aðfangadegi sendu Gunnar og Linda á Flögu 1 í Skaftártungu mér fjögur ættartré af T137-kindunum sínum – og í engu þeirra var þekkta T137-uppsprettu að finna! Þar með bættist loksins nýtt svæði við, sjá kortið. Reyndar ekki alveg nýtt, því á Núpsstað fundust 1998 óvenju margir T137-kindur, nefnilega báru 6 af 10 skoðuðum kindum þennan breytileika. En ekkert af því virtist eftir fyrir þremur árum á þeim bæjum þar í kring sem voru með fé þaðan. Því eru það sérstaklega ánægjulegar fréttir!

Mjög fyndið (eða mótsagnarkennt): Á bak við allar fjórar kindur er hrútur sem hét Lúsifer …

Spennandi verður að sjá út af hvaða legg aftar í ættartrénu þetta kemur: út af 11-360 eða út af Kút frá Herjólfsstöðum. „Hraðgreining“ hjá Matís í Reykjavík strax eftir áramót er næst á dagskrá.

Skemmtilegir tímar! Þess vegna segi ég einu sinni enn:

Kæru bændur, skoðið ættir T137-gripanna ykkar … finnst kannski ekkert þar sem er á kortinu fyrir neðan? Eða eitthvað sem er með „gráu“ bæina aftar í ættartrénu? Sendið mér þá tölvupóst strax!

Svo langar mig að minna á listann yfir T137-sölubú – enn er hægt að skrá sig hér, 39 bú eru þegar með.

Myndirnar tóku Gunnar og Linda á Flögu 1 – nema póstkortið sem er frá 1920 (óþekktur ljósmyndari).