Norðlenskur söluhópur – mikið úrval af lömbum
Í Facebook-hópinn „Verdandi arfgerðarlömb til sölu í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi“ er kominn talsverður fjöldi lamba með alls konar spennandi arfgerðir, aðallega R171 (ARR), en líka T137, C151 og H154 (AHQ). Það borgar sig að kíkja við þarna – og auglýsa jafnvel sjálf/ur lömb til sölu eða óska eftir ákveðnum breytileikum/ættum/litum.
Þótt umsóknarfresturinn fyrir kaupaleyfi renni út í dag (í umsókninni þarf að koma fram sölubærinn og nákvæmur fjöldi lamba), er sem sagt líka hægt að sækja um seinna.