Category: Sala og kaup

Í ljós kom að í nokkrum hólfum sem voru á kortinu skilgreind sem „riða fyrir > 20 árum“ hefur í rauninni aldrei greinst riða – sem er auðvitað talsvert betra! Ég leiðrétti kortið í samræmi við það og vona að það samsvari núna stöðu þekkingar – þú getur kíkt á það í færslunni frá því…

Líflambakaup: Umfram gerð, liti, ætt, geðslag, forystueiginleika eða hvað sem það er sem kaupandinn leggur áherslu á, skipta sjúkdómar auðvitað líka máli. Þess vegna bjó ég til yfirlitskort þar sem staðan varðandi eftirfarandi sjúkdóma kemur fram: „Líflambasölusvæði“ er frekar gömul skilgreining – í mörg ár máttu eingöngu þessi svæði selja líflömb yfir varnarlínur. Bændur á…

Átt þú T137-gripi? Vilt þú selja líflömb næsta haust? Fylltu út formið! Gripir með T137 eru því miður enn allt of sjaldgæfir.
En á hvaða búum finnst T137 í dag? Markmið er að búa til lista yfir sem flest T137-bú ásamt nánari upplýsingum – markhópur: líflamba-kaupendur. Er T137 til hjá þér? Vertu með á listanum!

Í Facebook-hópinn „Verdandi arfgerðarlömb til sölu í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi“ er kominn talsverður fjöldi lamba með alls konar spennandi arfgerðir, aðallega R171 (ARR), en líka T137, C151 og H154 (AHQ). Það borgar sig að kíkja við þarna – og auglýsa jafnvel sjálf/ur lömb til sölu eða óska eftir ákveðnum breytileikum/ættum/litum. Þótt umsóknarfresturinn fyrir…

Frestur til að sækja um söluleyfi rann út 1. júlí, en eyðublaðið 2.11 varðandi líflambasölusvæði er samt aðgengilegt – það er hægt að nota það líka á öðrum svæðum (láta koma fram í reitnum „athugasemdir“, hvaða arfgerðir þú vilt selja). Sama með kaupaleyfi (frestur til 20. ágúst). Venjulega er það eyðublaðið 2.45 fyrir utan líflambasölusvæða,…

Ef þú ert í Tröllaskaga-, Húna- og Skaga-, Vatnsnes- eða Miðfjarðarhólfi, er líklegt að söluleyfið þitt innihaldi ekki T137/ARQ, heldur eingöngu „grænar“ samsetningar (MV/V eða MV/MV). Ef svo er, sæktu bara um aftur – sama ferli og áður, en með viðbót, sem er lýst hér. Ath.: Til að takmarka smithættu, ætti ekki að taka til…