Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.
+++ Valmynd í síma: skrunaðu niður!

Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum er 19. T137-uppsprettubú!

Uppsprettubú með lifandi T137 eru núna nítján: Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum bættist í hópinn með þrjár náskyldar hvítar ær sem eru ekki beint tengdar öðrum þekktum uppsprettum! Ekki síst er hér um fyrsta búið í Rangárvallarsýslu að ræða. Í Stóra-Dal búa Fríða Björk Hjartardóttir og Ragnar Lárusson með um 150 vetrarfóðraðar kindur – þær eru allar arfgerðagreindar sem er alveg til fyrirmyndar. Stofninn kemur frá þremur bæjum sem eru allir fjárlausir í dag: Syðstu-Mörk, Stóru-Mörk og Ormskoti; en á Efstu-Grund eru enn í dag kindur sem rekja ættir sínar í Ormskot.

Á öllu svæðinu var á sínum tíma skorið niður vegna mæðiveiki og fjárskiptaféð kom frá Vestfjörðum – eins og m.a. í Húnavatnssýslum. Þess vegna er líklegt að T137 bæði á Norðurlandi og í Stóra-Dal eiga sínar rætur upphaflega þar – þrátt fyrir að engar vestfirskar kindur hafa til þessa fundist með þennan breytileika. Vandamálið er að það eru bara fá sauðfjárbú eftir þar á svæðinu og margir bæir farnir í eyði. Ekki síst í ljósi þess væri æskilegt að arfgerðagreina alla gripi í Vestfjarðarhólfinu vestra sem er ekki búið að arfgerðagreina enn.

Uppfært kort yfir allar þekktar uppsprettur finnst hér.

[Myndin sýnir Stóra-Dal um 1930, ljósmyndari: Helgi Árnason]