Riða áður fyrr – skýrslur, greinar, viðtöl
Hér finnast nokkur dæmi um áhugaverðan eldri fróðleik eftir mismunandi höfunda – sumt (um eðli sjúkdómsins) er úrelt en margar upplýsingar eru sígildar. Bendingar á fleiri „tímalausar“ heimildir eru vel þegnar!
Riðuveiki í Borgarfirði eystra – ítarleg rannsóknarskýrsla eftir Karl Skírnisson, Keldum, haustið 1980. Útbreiðslusaga innan Borgarfjarðar og út frá honum, mismunandi búhættir bornir saman, áhættur skilgreindar út frá útbreiðsluhraða innan hjarðar, bendingar á „erfðaefni“ sem stjórnar næmi. Mjög áhugavert, ekki síst þar sem langflest riðutilfelli á Austurlandi er hægt að rekja til Borgarfjarðar eystra. Skýrslan hefur ekki birst áður.
_________________________________________________________________________
Útbreiðslusaga riðuveiki á Íslandi, einkenni á mismunandi landshlutum: Sigurður Sigurðarson dýralæknir í ítarlegu viðtali sem birtist í búnaðarblaðinu Frey 12-1981. Mjög fróðlegt ekki síst frá núverandi sjónarhorni. Ath: Kenning hans að riða sé veira er úrelt (um eðli riðusmitefnis sjá hér).
_________________________________________________________________________
Um faraldsfræði riðu og nýjar aðferðir í baráttunni gegn henni – grein eftir Guðmund Georgsson, Keldum, Freyr 9-2004. Frábært yfirlit yfir útbreiðslusöguna; ný nálgun kynnt og rannsökuð: ræktun „verndandi“ arfgerða; fækkun riðutilfella skoðuð í ljósi fækkunar hjarða. Í stuttu máli: Guðmundur virðist langt á undan sinni samtíð með þessa mjög áhugaverða grein!
Stuttu síðar (17.1.2005) kom hann fram í Bændablaðinu með hnitmiðaðar ráðleggingar sem eru enn skýrari en í greininni fyrir ofan. „Sameindalíffræðingurinn“ sem hann nefnir var Ástríður Pálsdóttir og „ónæma arfgerðin“ var AHQ (H154):
_________________________________________________________________________
Riðuveiki í Skagafirði – riðubæir og styttar lýsingar eftir Sigtrygg Björnsson, Varmahlíð, frá 2016 en uppfært 2020. Ítarlegt og mjög áhugavert yfirlit, sem byggir á fyrirlestri en hefur annars ekki verið birt. Skagafjörðurinn er upphafssvæði riðuveiki og síðan hafa alla tíð komið upp riðutilfelli, á sumum bæjum þrisvar eftir niðurskurð.