Leiðandi riðusérfræðingar: „Notið T137!“
Eins og margir vita, hefur teymi leiðandi riðusérfræðinga úr sex löndum rannsakað riðuveiki á Íslandi síðan 2021. Allar niðurstöður til þessa benda til þess að T137 sé eins gott og R171 (ARR), meira að segja er ekki útilokað að það virki enn betur. Þar með stendur T137 greinilega upp úr „ljósgrænu breytileikunum“ – H154 (AHQ) og C151 lofa góðu en eru ekki sambærileg miðað við stöðu í dag.
Jafnvel MAST segir að stofnunin „ætlar að fjölga T137“ (samkvæmt fundargerð frá 14.8.24 á Akureyri).
Myndin af Svani Ástusyni Nikulásdóttur, forystublendingi með T137, er táknræn – T137 er á toppnum ljósgrænu breytileikanna. Eins og fram kom í Bændablaðinu frá 28.11.24, liggur fyrir hjá Matvælaráðuneyti formlegt erindi þess efnis, að T137 verði á Íslandi skilgreint sem „verndandi“ breytileiki – ítarlegt álit á ensku rannsóknarhópsins styður þetta erindi. Ég þýddi þetta álit yfir á íslensku eins orðrétt og mögulegt er. Þar með geta allir bændur myndað sér sína skoðun um T137 – á grunni traustra vísindalegra gagna.
Þessi vísindahópur er
- það stór og
- það breiður, og
- á sama tíma með það mikla reynslu á efninu,
að hvergi í heiminum er hægt að fá traustara álit.
Í stuttu máli vara vísindamenn Íslendingana við að einblína á ARR eingöngu, heldur hvetja þá eindregið til þess að byggja ræktunina sína einnig á T137 – til að
- ná upp þolnum stofni sem hraðast,
- stórminnka líkurnar á að dreifa sjaldgæfum erfðagöllum og
- varðveita fjölbreytileikann sauðfjárstofnsins sem er einstakur í heiminum.
Því miður eru bara tveir sæðingahrútar með T137 í ár: Fastus frá Möðruvöllum (bls. 46 í hrútaskrá) og Hrókur frá Brúnastöðum (bls. 18). Hlutfallið í stofninum er enn mjög lágt. En í hólfum með frjálsa fjárflutninga má auðvitað lána hrúta á milli bæja – og ef bóndinn er svo heppinn að eiga T137-hrút sjálfur ræður hann á hvað margar ær hann notar hann …
Hérna fyrir neðan finnst álitið á íslensku og í gráu letri fylgir alltaf upphaflega útgáfan á ensku með. Ath: Þar sem ég er ekki löggiltur skjalaþýðandi, er enska útgáfan bindandi ef vafi leikur á.