
Fyrir grúskara – eldri fróðleikur um riðu
Hvað sagði Guðmundur Georgsson læknir í viðtali við Bændablaðið 17. janúar 2005?
„Til er sauðfé á Íslandi sem er ónæmt fyrir riðusmiti!“ Og: „Ég hef bent yfirdýralæknisembættinu á að ég telji ómögulegt að útrýma riðuveiki með þeim aðferðum sem nú er beitt.“ Svo í lokin: „Ef menn vilja losna við riðuveikina held ég að ekki verði hjá því komist að hefjast handa sem fyrst við að rækta upp þetta fé [með verndandi arfgerð] enda eru aðrar þjóðir byrjaðar á því.“
Margt áhugavert leynist í gömlum blöðum og skýrslum. Nokkur dæmi um það eru að finna á nýrri undirsíðu sem ég setti upp (sjá hér), m.a. um útbreiðslusögu riðu.
Annars vil ég minna á umsóknarfrestinn hjá MAST til að sækja um kaupaleyfi á líflömbum sem rennur út 1. september – og í þessu samhengi á listann yfir T137-sölubú (sjá hér).
