Áhugaverðir sæðingahrútar m.t.t. arfgerðar
Nú er hrútaskráin 2025/26 aðgengileg á netinu (ýta) og ef bæði arfgerð og fjölbreytileikur erfðabakgrunnur eru skoðuð, tel ég sérstaklega ellefu hrútar áhugaverðir:
- fjórir með T137, því T137-hlutfallið í stofninum er enn hverfandi lítið (innan við 1%) þrátt fyrir að vera langbesti „ljósgræni“ breytileikinn og ekki útilokað að hann sé jafnvel betri en ARR (R171)
- tveir með „Skammadals-ARR“, þ.e. ekki tengdir Gimsteini eða Gullmola
- fimm með „Dala-ARR“, þ.e. heldur ekki tengdir Gimsteini eða Gullmola
Hrókur frá Brúnastöðum með T137/ARQ sem var líka í fyrra og kom framúrskarandi vel út, bls. 36:

Jarl frá Lóni 2 í Kelduhverfi með T137/ARQ:

Skörðungur frá Skarðaborg með T137/T137 (þ.e. arfhreinn!), „holdahnaus í fremstu röð“ skv. hrútaskrá, bls. 16:

Mörður frá Möðruvöllum með T137/ARQ, bls. 22:

Boli frá Skammadal 2 – með „ótengt“ ARR (R171/ARQ), bls. 14:

Magni frá Skammadal 2 með ótengt ARR (H154/R171), bls. 42:

Verkur frá Kópsvatni 2 með „Dala-ARR“, ekki síst með flottan lit, bls. 36:

Spaði frá Kollsá með „Dala-ARR“, bls. 23:

Háfur frá Háafelli með „Dala-ARR“ (H154/R171), bls. 14:

Hróður frá Teigi 1 með „Dala-ARR“ (N138/R171), bls. 47:

Máni frá Háafelli með „Dala-ARR“, bls. 42:
