Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.
+++ Valmynd í síma: skrunaðu niður!

T137: eitlar koma vel út – upplýsingafundur 26.3.

Ótrúlega margt hefur gerst síðustu þrá mánuði: Núna eru T137-uppsprettubú með lifandi T137 orðin 17 – í staðinn fyrir 8, sjá kortið (nýju búin eru rauð). Öll met varðandi T137-gripafjölda sló „fjar-tvíbýlið“ Snæbýli-Jórvík (Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir og Jóhannes) þar sem 50 (!) gripir fundust, sem enginn hafði hugmynd um áður …

Núna bættust mikilvægar fréttir úr vísindaheimi við. Riðusmit finnst fyrst í eitlum, löngu áður en einkenni koma fram og smitið er búið að ná heilanum. „Eitlajákvæðar“ kindur smita þegar frá sér. Riðuneikvætt heilasýni segir því ekki alla sögu – og til að staðfesta riðuþol arfgerðar, er mikilvægt að riðugreina einnig eitla úr kindum með þessa arfgerð.

Aldrei hefur fundist riðujákvæð kind með T137, í hvaða samsetning sem er, hvorki hér á landi né í löndum þar sem T137 er algengt eins og á Ítalíu. En flest gögn byggðu á heilasýnum, gögn úr eitlum voru frekar umfangslítil. Þess vegna voru núna eitlar úr 73 T137-kindum (þar af 4 arfhreinum) úr riðuhjörð á Ítalíu skoðaðir. Niðurstaðan kom núna í ljós á Keldum: Allir eitlar eru riðuneikvæðir – frábært!

(Til samanburðar: ARR/ARQ smitast heldur ekki í eitlunum, en í sjaldgæfum tilfellum í heilanum; ARR/VRQ, AHQ/ARQ og AHQ/AHQ hins vegar hefur fundist með riðujákvæða eitla erlendis, eins með N138/ARQ hér á landi; um C151 eru engin eitlagögn til.) (ARR = R171, AHQ = H154)

Í tilefni þess verður haldinn upplýsinga- og spjallfundur í Tunguseli í Skaftártungu á miðvikudaginn, 26. mars, kl. 20. Ég mæti á staðinn og útskýri grundvallaratriði, þaulreyndu riðusérfræðingarnir úr alþjóðlega rannsóknarhópnum Stefanía Þorgeirsdóttir (Keldum), Gabriele Vaccari (Ítalíu) og Gesine Luhken (Þýskalandi) verða með stutt erindi á Zoom (túlkuð á íslensku):

dr. Gabriele Vaccari, riðusérfræðingur á heilbrigðisstofnun ríkisins á Ítalíu: Saga T137 á Ítalíu – fyrir 15 árum fann rannsóknarhópurinn hans óvænt nýjan verndandi breytileika

dr. Stefanía Þorgeirsdóttir, Keldum: Hlutverk Keldna í riðugreiningum; yfirlit yfir riðurannsóknir síðan 2021; nýjustu niðurstöður úr riðugreiningu eitla úr T137-kindum (eitlar smitast yfirleitt talsvert fyrr en heilinn ef kind veikist af riðu).

dr. Gesine Luhken, prófessor í erfðafræði búfjársjúkdóma í Þýskalandi: Erfðafræðilegur fjölbreytileiki mikilvægur – heppileg ræktunarstefna úr sjónarhorni erfðafræðings – bæði riðuþol og „hefðbundin“ ræktunarmarkmið skipta máli

Eftir það er farið yfir stöðuna á fundarsvæðinu. Fanney á Kirkjubæjarklaustri, Ásgerður í Jórvík/Snæbýli og Gunnar á Flögu 1 segja frá því hvernig T137 uppgötvaðist (sögurnar eru afar misjafnar!). Svo verður opin umræða og allir eru hvattir til að spyrja, gagnrýna, viðra hugmyndir eða spjalla um riðu og ræktun gegn henni.

Þetta er óformlegur fundur og óháður stofnunum!

Fundinum verður streymt á Zoom (ýta hér).

Upptökur verða aðgengilegar á sunnudaginn, 30.3. á Youtube (ýta hér).