Ath: leiðrétt yfirlitskort!
Í ljós kom að í nokkrum hólfum sem voru á kortinu skilgreind sem „riða fyrir > 20 árum“ hefur í rauninni aldrei greinst riða – sem er auðvitað talsvert betra! Ég leiðrétti kortið í samræmi við það og vona að það samsvari núna stöðu þekkingar – þú getur kíkt á það í færslunni frá því í gær. Ef þú sérð einhverja villu, endilega hafðu samband við mig!