Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.
+++ Valmynd í síma: skrunaðu niður!

T137-uppsprettuhjarðir: mikill fjölbreytileiki, en einn meginklasi

Styrkur erfðanefndar landbúnaðarins gerði okkur Gesine Lühken prófessor kleift að skoða næstum því allar T137-uppsprettuhjarðir m.t.t. erfðatengsla. Á grunni svo kallaðrar flögugreiningar voru búin til punktarit („PCA-plot“ á ensku) – hver og einn punktur táknar einn grip. Punktar (gripir) sem eru stutt frá hver öðrum, eru erfðafræðilega líkir og öfugt. Niðurstöðurnar voru mjög spennandi og best er að skoða þessi punktarit, þau segja í rauninni allt. Í Bændablaðinu birtist 11. september 2025 samantekt um rannsóknina, en núna liggur ítarleg lokaskýrsla handa erfðanefndinni fyrir og hún er aðgengileg hér – hún er skrifuð að mestu leyti á „mannamáli“, ég mæli með því að kíkja á hana: