Uppfært kort: Suðurfjarðahólfið telst núna sem „ósýkt“
Til og með gærdaginn telst Suðurfjarðahólfið sem „ósýkt hólf“ – riða hefur ekki fundist þar í meira en 20 ár. Þar með má flytja fé á milli hjarða innan hólfsins án þess að sækja sérstaklega um – óháð arfgerð (nema með VRQ = V136). Austurlandið er þar með orðið alveg „grænt“ á yfirlitskortinu fyrir neðan. Hólfið er merkt með „SF“ – frægasta búið hólfsins er vafalaust Þernunes þar sem fyrstu gripir með ARR (R171) fundust fyrir nákvæmlega fjórum árum (þess vegna prýðir glæný mynd af Þernu frá Þernunesi (ARR) og Garp frá Hvammshlíð (T137) þessa færslu).
Athugasemd af minni hálfu: Það hefur þónokkrum sinnum komið upp riða aftur á sama bæ eftir meira en 20 ára „riðupásu“; ég mæli þess vegna með því að vera á varðbergi líka í þessum „meira-en-20-ár-hólfum“ og reyna sem mest að sneiða framhjá VRQ/VRQ-, VRQ/ARQ- og ARQ/ARQ-gripum.
