Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.
+++ Valmynd í síma: skrunaðu niður!

Yfirlitskort fyrir líflambakaupendur

Líflambakaup: Umfram gerð, liti, ætt, geðslag, forystueiginleika eða hvað sem það er sem kaupandinn leggur áherslu á, skipta sjúkdómar auðvitað líka máli. Þess vegna bjó ég til yfirlitskort þar sem staðan varðandi eftirfarandi sjúkdóma kemur fram:

  • riða (sem er grunnskilyrði varðandi sölu/kaup)
  • garnaveiki (sem skiptir máli ef kaupandinn er á „garnaveikilausu“ svæði)
  • kýlapest
  • tannlos

„Líflambasölusvæði“ er frekar gömul skilgreining – í mörg ár máttu eingöngu þessi svæði selja líflömb yfir varnarlínur. Bændur á þeim svæðum fá ótímabundið söluleyfi ef þau sækja um og þeir mega selja allar arfgerðir nema með VRQ. Þetta breyttist í samhengi við þolræktun gegn riðu – núna mega líka bændur úr öðrum hólfum/svæðum sækja um söluleyfi en þeir þurfa að gera þetta árlega og þeir mega eingöngu selja ákveðnar arfgerðir (meira um allt þetta hér). Svo er það merkjaliturinn (lituðu punktarnir) – hann er óháður stöðunni varðandi riðuveiki – dæmi: gulur punktur (gult eyrnamerki) kemur samt fyrir á formlegu líflambasölusvæði.

Í þessu samhengi er gott að vita að ýmis varnarhólf breyttust nýlega (samkv. auglýsingu ATRN nr. 660/2025). Tengd því gæti smithættan eykst, en það er annað mál. Aftur bestu þakkir til allra sem veittu upplýsingar – sem voru ýmsir bændur, dýralæknar og ráðunautar á viðkomandi svæðum!

Mín vegna má afrita og deila/hala niður kortinu að vild – ýttu á kortið til að sjá það stærra.