Category: Sala og kaup

Greinin í Bændablaðinu vakti athygli: Ekki bara að RÚV hafði samband og tók útvarpsviðtal, heldur einnig las Solveig Erla Hinríksdóttir á Vogum 3 greinina og gerði sér í fyrsta sinn grein fyrir því að T137 væri eitthvað merkilegt – í kjölfarið uppgötvaði hún að hún væri einnig með T137-mæðgur sem eru ekki tengdar „hefðbundnum“ T137-uppsprettum!…

Nýi listinn yfir T137-sölubú leiddi óvænt eitthvað allt annað í ljós: nýja T137-uppsprettu, alveg ótengda hinum 8 uppsprettum með lifandi T137-gripi í dag! Auk þess á alveg nýju svæði: á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit! Bærinn er í Skjálfandahólfi sem er „ósýkt“ hólf sem er frábært m.t.t. dreifingar breytileikans næstu árin. Elín Steingrímsdóttir er bóndinn á…

Átt þú T137-gripi? Vilt þú selja líflömb næsta haust? Fylltu út formið! Gripir með T137 eru því miður enn allt of sjaldgæfir.
En á hvaða búum finnst T137 í dag? Markmið er að búa til lista yfir sem flest T137-bú ásamt nánari upplýsingum – markhópur: líflamba-kaupendur. Er T137 til hjá þér? Vertu með á listanum!

Eins og margir vita, hefur teymi leiðandi riðusérfræðinga úr sex löndum rannsakað riðuveiki á Íslandi síðan 2021. Allar niðurstöður til þessa benda til þess að T137 sé eins gott og R171 (ARR), meira að segja er ekki útilokað að það virki enn betur. Þar með stendur T137 greinilega upp úr „ljósgrænu breytileikunum“ – H154 (AHQ)…

Í Facebook-hópinn „Verdandi arfgerðarlömb til sölu í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi“ er kominn talsverður fjöldi lamba með alls konar spennandi arfgerðir, aðallega R171 (ARR), en líka T137, C151 og H154 (AHQ). Það borgar sig að kíkja við þarna – og auglýsa jafnvel sjálf/ur lömb til sölu eða óska eftir ákveðnum breytileikum/ættum/litum. Þótt umsóknarfresturinn fyrir…

Frestur til að sækja um söluleyfi rann út 1. júlí, en eyðublaðið 2.11 varðandi líflambasölusvæði er samt aðgengilegt – það er hægt að nota það líka á öðrum svæðum (láta koma fram í reitnum „athugasemdir“, hvaða arfgerðir þú vilt selja). Sama með kaupaleyfi (frestur til 20. ágúst). Venjulega er það eyðublaðið 2.45 fyrir utan líflambasölusvæða,…

Ef þú ert í Tröllaskaga-, Húna- og Skaga-, Vatnsnes- eða Miðfjarðarhólfi, er líklegt að söluleyfið þitt innihaldi ekki T137/ARQ, heldur eingöngu „grænar“ samsetningar (MV/V eða MV/MV). Ef svo er, sæktu bara um aftur – sama ferli og áður, en með viðbót, sem er lýst hér. Ath.: Til að takmarka smithættu, ætti ekki að taka til…