Category: Sala og kaup

Eitt kort enn! Í gær tók ný reglugerð um riðuveiki gildi sem leiðir að ýmsum breytingum. M.a. styttist tímabilið frá 20 ár niður í 7 ár eftir síðasta riðutilfellið, sem ræður hvort í ákveðnu hólfi eru takmarkanir í gildi („áhættuhólf“). Þessi nýjung hefur áhrif á eitt hólf (Skeiða-, Hreppa- og Flóahólf), sem er laust við…

Til og með gærdaginn telst Suðurfjarðahólfið sem „ósýkt hólf“ – riða hefur ekki fundist þar í meira en 20 ár. Þar með má flytja fé á milli hjarða innan hólfsins án þess að sækja sérstaklega um – óháð arfgerð (nema með VRQ = V136). Austurlandið er þar með orðið alveg „grænt“ á yfirlitskortinu fyrir neðan.…

Eins og ég hef nefnt áður: Talsverður munur er á milli „ljósgrænu“ breytileikanna. Af hverju er T137 betra? Þessu er svarað í greininni sem birtist í Bændablaðinu á bls. 44 í dag:

Styrkur erfðanefndar landbúnaðarins gerði okkur Gesine Lühken prófessor kleift að skoða næstum því allar T137-uppsprettuhjarðir m.t.t. erfðatengsla. Á grunni svo kallaðrar flögugreiningar voru búin til punktarit („PCA-plot“ á ensku) – hver og einn punktur táknar einn grip. Punktar (gripir) sem eru stutt frá hver öðrum, eru erfðafræðilega líkir og öfugt. Niðurstöðurnar voru mjög spennandi og…

Nú er hrútaskráin 2025/26 aðgengileg á netinu (ýta) og ef bæði arfgerð og erfðabakgrunnur m.t.t. fjölbreytileikans eru skoðuð, tel ég sérstaklega ellefu hrútar áhugaverðir: Hrókur frá Brúnastöðum með T137/ARQ sem var líka í fyrra og kom framúrskarandi vel út, bls. 36: Jarl frá Lóni 2 í Kelduhverfi með T137/ARQ, bls. 8: Skörðungur frá Skarðaborg með…

Hvað sagði Guðmundur Georgsson læknir í viðtali við Bændablaðið 17. janúar 2005? „Til er sauðfé á Íslandi sem er ónæmt fyrir riðusmiti!“ Og: „Ég hef bent yfirdýralæknisembættinu á að ég telji ómögulegt að útrýma riðuveiki með þeim aðferðum sem nú er beitt.“ Svo í lokin: „Ef menn vilja losna við riðuveikina held ég að ekki…

Kortið verður sífellt uppfært þegar breytingar eiga sér stað. Staða: 1. Januar 2026 Líflambakaup: Umfram gerð, liti, ætt, geðslag, forystueiginleika eða hvað sem það er sem kaupandinn leggur áherslu á, skipta sjúkdómar auðvitað líka máli. Þess vegna bjó ég til yfirlitskort þar sem staðan varðandi eftirfarandi sjúkdóma kemur fram: „Líflambasölusvæði“ er frekar gömul skilgreining –…

Átt þú T137-gripi? Vilt þú selja líflömb næsta haust? Fylltu út formið! Gripir með T137 eru því miður enn allt of sjaldgæfir.
En á hvaða búum finnst T137 í dag? Markmið er að búa til lista yfir sem flest T137-bú ásamt nánari upplýsingum – markhópur: líflamba-kaupendur. Er T137 til hjá þér? Vertu með á listanum!

Í Facebook-hópinn „Verdandi arfgerðarlömb til sölu í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi“ er kominn talsverður fjöldi lamba með alls konar spennandi arfgerðir, aðallega R171 (ARR), en líka T137, C151 og H154 (AHQ). Það borgar sig að kíkja við þarna – og auglýsa jafnvel sjálf/ur lömb til sölu eða óska eftir ákveðnum breytileikum/ættum/litum. Þótt umsóknarfresturinn fyrir…

Frestur til að sækja um söluleyfi rann út 1. júlí, en eyðublaðið 2.11 varðandi líflambasölusvæði er samt aðgengilegt – það er hægt að nota það líka á öðrum svæðum (láta koma fram í reitnum „athugasemdir“, hvaða arfgerðir þú vilt selja). Sama með kaupaleyfi (frestur til 20. ágúst). Venjulega er það eyðublaðið 2.45 fyrir utan líflambasölusvæða,…

Ef þú ert í Tröllaskaga-, Húna- og Skaga-, Vatnsnes- eða Miðfjarðarhólfi, er líklegt að söluleyfið þitt innihaldi ekki T137/ARQ, heldur eingöngu „grænar“ samsetningar (MV/V eða MV/MV). Ef svo er, sæktu bara um aftur – sama ferli og áður, en með viðbót, sem er lýst hér. Ath.: Til að takmarka smithættu, ætti ekki að taka til…