Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.

Enn meira ótengt T137: á Vogum 3!

Greinin í Bændablaðinu vakti athygli: Ekki bara að RÚV hafði samband og tók útvarpsviðtal, heldur einnig las Solveig Erla Hinríksdóttir á Vogum 3 greinina og gerði sér í fyrsta sinn grein fyrir því að T137 væri eitthvað merkilegt – í kjölfarið uppgötvaði hún að hún væri einnig með T137-mæðgur sem eru ekki tengdar „hefðbundnum“ T137-uppsprettum! Það er mjög áhugavert, því bærinn er einnig í Mývatnssveit og stutt frá Grímsstöðum 4 – samt var ekki hægt að finna neinar tengingar á milli T137-gripanna þar, allavega síðustu 30 ár aftur í tímann.

Vonandi spyrst það núna loksins út að T137 er mjög dýrmætur breytileiki og mjög sjaldgæfur – kæru bændur, athugið hvort það leynist kannski líka slík gersemi hjá ykkur sem er ekki hægt að rekja til þekktra uppspretta sem eru sem sagt:

  • Bergstaðir/Miðfirði
  • Engihlíð/Árskógsströnd
  • Grímsstaðir 4/Mývatnssveit
  • Möðruvellir/Hörgárdalur
  • Reykir/Hjaltadalur
  • Stóru-Hámundarstaðir/Árskógsströnd
  • Straumur/Hróarstungu
  • Sveinsstaðir/Þingi
  • Syðri-Hagi/Árskógsströnd
  • Vogar 3/Mývatnssveit

Sendið mér bara tölvupóst eða skilaboð á Facebook-messenger, þá getum við skoðað málin betur.

Þeim mun fleiri ótengdar uppsprettur, þeim mun fjölbreytara erfðaefni verður í boði til að byggja upp þolinn fjárstofn mjög hratt!

Hér eru myndir af Mist, f. 2024, Höllu, f. 2023 frá Vogum 3 sem eru nýjustu mæðgur með „ótengt T137“ – og svo af Jóku formóður þeirra, f. 2020, sem er væntanlega einnig með breytileikann og þarf að arfgerðagreina sem fyrst. (Myndir: Sólveig Erla Hinríksdóttir)